Saturday, March 25, 2006

Calm Down...Calm Down!

Fyrir ykkur sem að þekkið Ricky Tomlinson, ættuð þið að geta glott yfir því að ímynda ykkur þennan frasa hans með þykka "scouse" hreimnum :) Fyrir hin er það bara Google-it.

Hvað er það sem veldur því að það eru allir alltaf að flýta sér að gera allt hérna? Það er svo mikill ys og þys allt í kringum mann að stundum finnst manni maður standa úti á miðri formúlubraut! Ég hef nú einhvern tímann áður pirrað mig á þessu, en finnst bara svo svakalega gaman að tuða yfir því. Hvar er kurteysin? Duuh...let me see...non-existent! Fólki finnst ekkert tiltökumál að ryðjast fram fyrir mann í röð og gerir það með bros á vör! Nú seinast stóð ég úrillur á lókal bensínstöð-slash-altmúligtbúð og var að bíða eftir að fá afgreiðslu á kassa til að geta fengið mér mitt koffín. Á eftir mér voru tveir menn og verið að afgreiða á báðum kössum. Þegar að það loks losnaði á öðrum þeirra (ekki þeim sem að ég stóð fyrir framan) þá var maðurinn fyrir aftan mig fljótur til og rauk þar yfir. Ekkert að stoppa og spyrja: "Vilt þú ekki nota þennan?" eða "Það er laust þarna" Heldur bara rokið af stað og fram fyrir mig!

Fyrir ykkur sem að vel vitið, þá er ég nú í hæsta máta aggressívur, en ekki ofbeldisfullur. Ég var bara svo kjaftstopp á hvað maðurinn var óforskammaður að ég kom ekki út orði!

Hvað með að róa sig aðeins og fórna eins og 2-3 mínútum á dag og vera elskulegur við náungann? Jamm...fullmikil bjatsýni, ég veit!

Þessi skapgerðareiginleiki okkar að vera svona frek og óforskömmuð er kannski ástæðan fyrir að við eigum ekki her. Og kannski vel að svo sé, því að hermennirnir myndu eyða mestum tíma í að berjast innbyrðis um kúlur, hjálma, stígvél og pláss í röðinni í matsalnum!

Við erum alveg stórmerkileg þjóð, en mikið skratti liggur okkur alltaf á!

Eins og Ricky "vinur" minn segir alltaf:

"Calm Down, Calm Down!"

Tuesday, March 21, 2006

Hvernig er hægt að sitja svona lengi í sama starfi og gera ekkert gagn??

Hér er að sjálfsögðu átt við höfuð og herðar Umferðarstofu, hr Óla H. Þórðar. Síðan í grárri fornöld, þegar að apparatið hét umferðarráð og Óli var svona smávegis "celebrity". Allan þann tíma sem að ég man eftir honum, hefur tuggan verið sú sama: "Við erum ekki nógu tillitsöm...fólk er að flýta sér...gætir ekki að sér...jadí-jadí"

Og hvað hefur breyst í umferðarmenninguni...tja...ekkert! Ef eitthvað, þá hefur umferðin bara versnað og verður verri og verri. Sársaukamörkin virðast alltaf vera að færast lengra og lengra, og hraðakstur á stofnæðum borgarinnar er ekki bara daglegt brauð, heldur meira "norm" en ekki. Ekki bætir úr að illa fjármögnuð lögreglan er búinn að henda handklæðinu í hringinn og er ekkert að stemma stigu við þessari þróun! Nú síðast í gær tók ég upp á uppáhaldsuppátækinu mínu, sem er að renna niður ártúnsbrekkuna á löglegum hraða (scary!...I know). Viti menn, var ekki bara þessi fíni strípótti Hyundai jeppi á vegum Böðvars að lulla niður brekkuna. Það skifti engum togum að ég sem var á mínum leyfilega hámarkshraða seig mjög hægt og lengi fram úr honum, á meðan að einir 5-6 bílar svifu framhjá á gott betur en það sem leyfilegt er! Og gerðu þessir virðulegu löggæslumenn eitthvað til að stemma stigu við þessu...?? Nii...þeir bara létu sig sem fyrst hverfa af miklubrautinni!

Ekki ætla ég að breyta þessum pósti í árás á lögregluna, sem að á það til að standa sig ansi vel í ýmsum efnum, heldur snúa mér aftur að "Public Waste Of Money #1", þ.e.a.s. Umferðarstofu. Í eitt einasta skifti sem að þeir hafa komið með harða og beinskeytta herferð gegn því hvernig Íslendingar haga sér í umferðinni, varð allt vitlaust !?! Auðvitað er ég að tala um herferðina með börnunum, þar sem að þau voru sýnd að apa eftir fullorðnum undir stýri. Það er nú bara þannig um okkur heimsborgaranna og alvitringanna, að ef að einhver segir okkur hvað það er sem er slæmt í fari okkar, þá bregðumst við hin verstu við og leggjumst í harða árás tilbaka. (Við þolum ekki gagnrýni)

Hvað gerði Umferðarstofa? Þeir kipptu herferðinni úr "umferð" og báðust afsökunar !!! Eitt einasta skifti sem að þeir gera eitthvað af viti og benda okkur á hvað við erum í raun snarklikkuð í umferðinni, þá bugna þeir undan smáþrýstingi og hopa aftur í sama farið að tuða eins og gamlar saumaklúbbskellingar á dauðum tímum á Rás 2.

Hvergi í hinum vestræna heimi, hefur eitt apparat skilað eins litlum árángri og Umferðarráð/Umferðarstofa í eins langan tíma! Undir eðlilegum kringumstæðum væri búið að skifta um höfuð og herðar í svona stofnun, en það er nú ekki gálsinn þarna í höllinni þeirra. Eins og kannski sést er ég ekki mikill aðdándi vinnu þeirrar sem að fer fram þarna, enda tel ég hana hinu mestu tímasóun! Ef einhver efast um réttmæti skoðanna minna, hvet ég hinn sama um að eyða smá tíma í einhverju öðru siðmenntuðu landi og reyna að drekka í sig umferðarmenningu þeirra. Kannski að undaskilinni Parísarborg!

Hananú!

Thursday, March 16, 2006

"Ísland úr Nató...herinn burt!"

Hér fyrr á árum kyrjuðu herstöðvaandstæðingar þetta fullum hálsi og marseruðu oft upp að hliðum herstöðvarinnar á miðnesheiði eða að dyrum alþingis. Eftir áralanga baráttu án nokkurs sýnilegs árangurs eða hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum, endaði þó svo að herstöðvarandstæðingar hurfu af yfirborði jarðar og gáfu tíma sinn í meiri viturlega hluti eins og að stofna fjölskyldur og taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu.

Mikið skratti hljóta þeir nú að annaðhvort:

A. Blóta sjálfum sér í hljóði fyrir að hafa hætt þessu.

eða...

B. Hreykja sjálfum sér af því að hafa unnið í baráttunni við kapítalistasvíninn.

Me thinks A!

Nú þegar að yankarnir eru búnir að ákveða að þessar annars kostnaðarsömu og fjöldamörgu orrustuþotur sem svo dyggilega hafa haldið uppi loftvörnum landsins skuli af landi brott, vakna upp ansi margar spurningar.

Hvernig eigum við nú að snúa okkur í loftvörnum ?

Er þetta undanleikur fulls brotthvarfs Bandaríska hersins ?

Hvað gerist ef að öfl óvinveitt okkur ákveði að gera innrás ??

Nú eru góð ráð dýr! Við gætum hugsanlega staðið algerlega varnarlaus fyrir hinum nýju "Öxulveldum hins illa". Sérstaklega í ljósi þess að við studdum svo dyggilega við bakið á Gogga Bjé þegar að hann fékk skilaboð frá guði um að skreppa til Íraks og "frelsa" fólkið frá öllu okinu sem að það sætti undir stjórn Sadda gamla. (Var ekki einhver olía þarna niður frá líka...hmm...tilviljun...)

Ég skil ótta þingmanna við allar þessar vangaveltur, enda myndi enginn taka eftir því ef að einhver sem að sæi sér hag í því að sölsa undir sig þessa hitabeltisparadís og myndi gera loftárás!

Það er náttúrulega svo stutt fyrir öll þessi lönd að fara og að sjálfsögðu bein leið!

Niii...einhvern veginn held ég að okkur verði nú borgið þó að þessar fjórar rellur með Commodore 64 tölvum fari af landinu. Íbúar Reykjanesbæjar munu þó ekki geta stært sig af því að þeir séu löngu hættir að heyra í orrustuþotunum drynja yfir bænum!

Ég held að Shakespeare hafi sagt þetta best:

"Much ado about nothing!"

Monday, March 13, 2006

...And sugar we´re going down swinging!

Eitt af skemmtilegri yfirsnúnum orðatiltækjum sem að ég veit er "Tákn á lofti" (ekki það að ég hafi á mörgum stöðum séð tákn máluð á loft eða slíkt)

Hvað um það...svo virðist sem að eitthvað sé að draga úr undravexti íslensks efnahagslífs. Krónan loks farinn að lækka, gengi hlutabréfa á niðurleið og erlendir bankar farnir að líta "súperstrákanna" vafasömu auga. Í velflestum fyrirtækjum erlendis myndi stjórn kalla til neyðarfundar ef að gengi hlutabréfa myndi falla um 5% á einum degi.

Samt virðist enginn teikn á lofti um að hræðsla hafi gripið um sig í Borgartúni, Kirkjusandi eða Austurstræti. (Nema ef vera skyldi rýrnun kaupréttasamningana...lol) Að sjálfsögðu er gagnrýnin sem að MS sendi frá sér á "kabboja" mennsku íslenskra banki ekki öll slæm, og margt í henni sem að bendir fólki á að þeir séu góð fjárfesting ennþá og kannski bara reyfarakaup ef eitthvað er.

En það sem að stóð uppúr að mínu mati, var að þeir voru sérstaklega gagnrýnir á "gagnkvæm eignatengsl". Bíddu nú við...var þetta ekki það sem að gamli góði kolkrabbinn var einmitt gagnrýndur í svo mörg ár fyrir ?? Þannig að m.ö.o. er sá gamli dauður, en í staðinn eru komnir margir nýjir. Nema hvað að núna eru þrælklárir númeranördar að stjórna sjoppunum og fljótir að láta peningana vinna, og fyrir vikið eru þessir "nýju kolkrabbar" miklu ríkari og aggressívari.

Sumt slæmt og sumt gott.

En spurning dagsins er...er bólan loks að springa? Er að koma smá bremsa í þessa ógnarþennslu ? Það er ekki að heyra á Bjarna Á, sem að virðist hinn brattasti með að hafa breytt mjög sterku vörumerki í tja...eitthvað sem að ég er enn ekki búinn að fatta! (OgVodafone anyone?)

Ef að þetta er upphafið að endalokum þessa góðæris, er þá ekki vel úr vegi að gera það eins og við íslendingar einir getum: Með hvell og látum!

Þetta á vel við núna:

"We're going down, down in an earlier round
And Sugar, we're going down swinging
I'll be your number one with a bullet
A loaded God complex, cock it and pull it"

Sunday, March 12, 2006

Virkilega??

Í morgunblaðinu nýlega gat að líta ljósmynd af tveimur mönnum frá gömlu júgóslavíu við að vinna í gatnagerð á íslandi. Jósef og Daníel voru mjög hrifnir af því að vera að vinna hér, fyrir utan að þeim fannst veðrið hérna vera "skrýngilegt" og "alltaf að breytast".

Virkilega? Er það?

Við erum sjálf náttúrulega orðinn svo vön því að hér kyngi niður 10 cm af fallegasta jólasnjó og sé svo horfinn tveimur dögum seinna að við erum fyrir það mesta hætt að hugsa um þetta og skeyta þessu einhverja athygli.

En samt...mikið svakalega er þetta furðulegt land að þessu leyti að veðrið hérna sé alltaf að breytast! Stundum oft á dag!

Ég vil því leggja til að sem hvati til að fá menn til að vinna við Veðurstofu Íslands, að í launakjörum þeirra séu stórar og rígulegar bónusgreiðslur fyrir sem dæmi sólarstundir, hámarksúrkomu, háan meðalhita, hvít jól o.s.frv. Með þessu væri hægt að hvetja þessa blessuðu kalla til að finna leiðir til að vinna í því að "beina" rétta veðrinu í átt að landinu á réttum árstímum! Þannig væri því tíma þeirra betra varið, þar sem að það sem þeir eru að eyða tíma í augnablikinu getur nú varla talist framleiðni, enda sjaldnast ef nokkurn tíma hægt að taka mark á þessum blessuðum "spám" þeirra!

Austurland að Glettingi einhver ?

Mikið lifandi, skelfingar, ósköp
er gaman að vera svolítið ruglaður!

Thursday, March 09, 2006

"...að gera góða hluti..."

Ég bjóst nú aldrei við að mér kæmi til með að þykja svona vænt um annars skrýtna tungumálið okkar. Ég hef nú alltaf verið þeirrar skoðunar að fyrir okkur örfáar hræður lengst norður í íshafi hafi ekkert með að gera að halda úti eigin gjaldmiðli. Sumir vilja nú meina að það er hið sama með tungumálið okkar, og eins og ég var nú búinn að drepa niður á, þá eru ungmenni landsins að gera sitt besta til að leggja það til grafar.

Sérstaklega fer í taugarnar á mér hvað skífuþeytar (þáttatjórnendur) á ljósvakamiðlum eru sérlega málhaltir og illa talandi! Þegar að ég átti minn stórferil í hljóðvarpinu (þetta vissuð þið ekki!) þá var mönnum sem að ekki gátu komið fyrir sig orði einfaldlega ekki hleypt að!

Nú til dags komast menn um með slangur, slettur og allskyns bannorð. Verst þykir mér þó að geta ekki komið almennilega fyrir sig orði. Sérstaklega þar sem að allir sem einn virðast festast í einhverjum "frösum" s.b. "Þetta lag er að gera fína hluti...." Hluti ?? Hvaða hluti er lagið að "gera"??

Mikið lifandi, skelfingar, ósköp
er gaman að vera svolítið pirraður!

Monday, March 06, 2006

Má ég leika ?

Eitt sinn var lítill strákur sem að var búinn að búa alla sína ævi í útlandinu. Hann vildi flytja til Íslands. En áður en að hann flytti vildi hann nú sjá hvort að hann fyndi ekki vini sem að hann gæti leikið með.

Svo hann fór af stað og byrjaði í litlu "bláu" þorpi, þar sem að hann hitti fyrir lítinn strák sem að heitir Gunni E. Hann spurði strákinn hvort að hann mætti leika? En Gunni E sagði nei! Ekki vildi hann leika við útlenska strákinn í ódýru fötunum.

Hann fór því í næsta þorp, sem líka var blátt og hitti þar annan strák sem að líka hét Gunni!En þessi hét Gunni B, og var aðeins stærri og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Strákurinn spurði hvort að hann mætti leika? En nei, ekki mátti hann það í sínum ódýru fötum! Sérstaklega ekki þar sem að dýra fatabúðinn var sko frá þessu þorpi!

Greyið litli strákurinn hélt áfram för sinni og kom nú í borg! Þessi borg var öllum regnbogans litum, en aðallega þó Rauðum og Grænum. Strákurinn hitti annan lítinn strák sem að hét Dagur og spurði hvort að hann mætti leika? Auðvitað mátti hann það! Í þessari borg vildu allir leika við strákinn í ódýru fötunum! (þó svo að það allir versluðu í rándýru fatabúðunum, enda ekkert val!)

En hvað haldiði að hafi gerst þá??

Lítil stelpa úr litlu bláu þorpi (sem að var falið inní stóru borginni) varð alveg vitlaus og sagði við alla að Dagur og hinir mættu ekki leika við Útlenska strákinn! Sérstaklega ekki þar sem að stóru strákarnir í dýru búðunum sögðu það!

Nú var allt í háalofti! Greyið útlenski strákurinn mátti hverki leika þar sem að loftið og göturnar voru bláar, og þegar að hann loks fann góða vini þar sem að litir skiftu ekki máli, urðu allir í bláu húsunum, við bláu göturnar, með bláa loftinu vondir! Þó svo að þeir væru ekkert í sömu borg!

Friday, March 03, 2006

Bara ekki gera þetta aftur vinur...

Ekkert er meiri móðgun í hinum vestræna heimi en réttarkerfi og refsingar. Og hvergi er þetta eins slæmt og á Íslandi!

Ég vil taka það fram áður en að þið lesið lengra að ég er mikill og dyggur talsmaður dauðarefsingar. Ég hef ekki hugsað mér að leggjast í rökræður um það, en með það á bakvið á eyrað, ættuð þið samt að skilja mína afstöðu að hluta til.

Tvennt fer alveg sárlega í taugarnar á mér. Dópsalar og barnaníðingar. Dópsalar fyrir að geta komist upp með að halda landinu í skálmöld fyrir tilstuðlan handrukkara og eigin hendi. Barnaníðingar fyrir að sleppa með "einungis" fárra ára refsingu. Sá skaði sem að þessir menn valda er oftar en ekki meira en varanlegur og skilar sér í engu öðru en sorg og sálarstríði. Með réttu á að gefa út veiðileyfi á þessa menn, hvort sem að það er innan veggja fangelsanna eða utan þeirra.

Nú finnst sumum ykkar ég vera kominn langt fram af brúninni og endanlega tapa mér? En þið sem að þekkið mig vel, vitið vel að ég hef inn á milli frekar öfgafullar skoðanir, en þannig er ég nú bara!

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi réttarfarskerfinu og refsilöggjöfinni í litla landinu sem að kallað er Singapore. Enda skiljanlega, þar eru glæpir jafn fátíðir og bleikir fílar! Það land (ásamt nokkrum öðrum í asíu) eru búinn að sanna að með því að hafa refsingarnar nógu þungar, er í sjálfu sér oftar en ekki nóg til að halda aftur af fólki frá því að fremja glæpi.

Og þá sjaldan sem að fólk brýtur lögin og er gripið, skeyta þeir engu um væl og vein vesturlandanna um náð og miskunn, og benda góðfúslega á að fólk sem að brýtur þeirra lög, skal og mun sæta þeirra refsingu.

Ég er kannski klikkaður...en ég gæfi mikið fyrir svona "forvarnarstarf" á þessu litla skeri! Það myndi spara okkur margan félags og sál-fræðinginn sem að annars þarf að vinna hörðum höndum með að "hjálpa" þessum misyndismönnum sem að fylla stofnanir og fangelsi!

Hananú!

Wednesday, March 01, 2006

Stundum!

...er alveg einstakt að vera til lengst norður í ballarhafi! Á þriðjudaginn var gott dæmi um það. Hitinn rétt við frostmark, enginn vindur og glampandi sólskin! Það var smákalt, en svo rosalega fallegt! Og allt þetta hreina loft! (Já, meira að segja inní borginni) Á hverjum morgni legg ég leið mína út á plan til að hífa á loft flögginn sem að við höfum fyrir utan vinnustaðinn, og fékk bara fyrir hjartað útaf því hvað þetta var fallegt! (Sönglaði smávegis af "Öxar við ána" og fannst ég ákaflega þjóðlegur!) Svo skellti ég mér inn og vann restina af deginum í lokuðu rými :(

En ekki að örvænta! Það er næsta víst að það er rok eða rigning á næsta leyti til að draga fram pirringinn og röflið í mér með orrustuþotuhraða ;)

En svo er jú fallegasti tími ársins að fara í hönd mjög bráðlega, en það er einmitt vorið. Ef þið trúið mér ekki, spyrjið bara Ragga Bjarna!

"Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík!"
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com