Tuesday, March 21, 2006

Hvernig er hægt að sitja svona lengi í sama starfi og gera ekkert gagn??

Hér er að sjálfsögðu átt við höfuð og herðar Umferðarstofu, hr Óla H. Þórðar. Síðan í grárri fornöld, þegar að apparatið hét umferðarráð og Óli var svona smávegis "celebrity". Allan þann tíma sem að ég man eftir honum, hefur tuggan verið sú sama: "Við erum ekki nógu tillitsöm...fólk er að flýta sér...gætir ekki að sér...jadí-jadí"

Og hvað hefur breyst í umferðarmenninguni...tja...ekkert! Ef eitthvað, þá hefur umferðin bara versnað og verður verri og verri. Sársaukamörkin virðast alltaf vera að færast lengra og lengra, og hraðakstur á stofnæðum borgarinnar er ekki bara daglegt brauð, heldur meira "norm" en ekki. Ekki bætir úr að illa fjármögnuð lögreglan er búinn að henda handklæðinu í hringinn og er ekkert að stemma stigu við þessari þróun! Nú síðast í gær tók ég upp á uppáhaldsuppátækinu mínu, sem er að renna niður ártúnsbrekkuna á löglegum hraða (scary!...I know). Viti menn, var ekki bara þessi fíni strípótti Hyundai jeppi á vegum Böðvars að lulla niður brekkuna. Það skifti engum togum að ég sem var á mínum leyfilega hámarkshraða seig mjög hægt og lengi fram úr honum, á meðan að einir 5-6 bílar svifu framhjá á gott betur en það sem leyfilegt er! Og gerðu þessir virðulegu löggæslumenn eitthvað til að stemma stigu við þessu...?? Nii...þeir bara létu sig sem fyrst hverfa af miklubrautinni!

Ekki ætla ég að breyta þessum pósti í árás á lögregluna, sem að á það til að standa sig ansi vel í ýmsum efnum, heldur snúa mér aftur að "Public Waste Of Money #1", þ.e.a.s. Umferðarstofu. Í eitt einasta skifti sem að þeir hafa komið með harða og beinskeytta herferð gegn því hvernig Íslendingar haga sér í umferðinni, varð allt vitlaust !?! Auðvitað er ég að tala um herferðina með börnunum, þar sem að þau voru sýnd að apa eftir fullorðnum undir stýri. Það er nú bara þannig um okkur heimsborgaranna og alvitringanna, að ef að einhver segir okkur hvað það er sem er slæmt í fari okkar, þá bregðumst við hin verstu við og leggjumst í harða árás tilbaka. (Við þolum ekki gagnrýni)

Hvað gerði Umferðarstofa? Þeir kipptu herferðinni úr "umferð" og báðust afsökunar !!! Eitt einasta skifti sem að þeir gera eitthvað af viti og benda okkur á hvað við erum í raun snarklikkuð í umferðinni, þá bugna þeir undan smáþrýstingi og hopa aftur í sama farið að tuða eins og gamlar saumaklúbbskellingar á dauðum tímum á Rás 2.

Hvergi í hinum vestræna heimi, hefur eitt apparat skilað eins litlum árángri og Umferðarráð/Umferðarstofa í eins langan tíma! Undir eðlilegum kringumstæðum væri búið að skifta um höfuð og herðar í svona stofnun, en það er nú ekki gálsinn þarna í höllinni þeirra. Eins og kannski sést er ég ekki mikill aðdándi vinnu þeirrar sem að fer fram þarna, enda tel ég hana hinu mestu tímasóun! Ef einhver efast um réttmæti skoðanna minna, hvet ég hinn sama um að eyða smá tíma í einhverju öðru siðmenntuðu landi og reyna að drekka í sig umferðarmenningu þeirra. Kannski að undaskilinni Parísarborg!

Hananú!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com