Í fjarska...
Lengst norður í hafi, upp við heimskautabuginn búum við allsnægtir og öryggi sem að fæstir geta státað af. Af einhverjum völdum þá virðumst við nú samt að ná að kvarta og kveina yfir hinum minnstu hlutum.
Ef að þú heldur rúmlega 10 þúsund kílómetra í suður, muntu rekast á heimsálfu sem að er okkur svo fjarræn og fjarska-langt í burtu að við skiljum ekki hvernig að þeir geti ekki séð fyrir sér sjálf.
Í Afríku búa hundruðir milljóna manna við eymd, örbrigð og harðræði sem að ekkert okkar gæti lifað af í ekki lengri tíma en litla viku. Samt þurfa þau að þola þetta og lifa engu að síður.
Fæstir af þeim sem að þarna búa, hafa nokkuð með sín eigin lífskjör að segja, hvað þá heldur vilja eða skilja hvað það er sem að er að gerast í kringum þau. Þau einfaldlega þurfa að þola þetta sökum einhvers annars. Oftar en ekki harðstjóri eða stríðsherra sem að hefur hrifsað til sín völdin í skjóli þess að fólk ekki hefur mátt til að berjast á móti því.
Hér í hlýjunni og alsælunni, sitjum við og þerrum krókódílstárinn yfir eymd og ömurlegheitum þessa fólks. Það sem að við gerum okkur ekki grein fyrir, er að það þarf ósköp lítið til að stórbæta lífskjör þessa fólks.
Nú sit ég í sjóðandi heitri íbúðinni og hlusta á snjóinn kingja niður. Á meðan ég geri það, þá er ég að horfa á "Red Nose Day" á BBC. Red Nose Day er lokadagurinn í 2ja vikna verkefni sem að er árlega á BBC sem að gengur undir nafninu "Comic Relief"
Á þessum 2 vikum leggjast minna og meira frægir bretar á eitt að skemmta þjóðinni á sinn kostnað, svo að hægt sé að safna peningum fyrir ekki bara bágstadda í Afríku, heldur bágstadda yfir höfuð. Því miður þá er það nú þannig að fólk í Afríku hefur það miklu verra en við í Vesturheimi. Samheldnin og krafturinn í þessi átaki, ár eftir ár er ekkert annað en aðdáunarverður! Viljinn til að leggja þessu málefni lið, er svo mikill í Bretlandi að meira að segja forsætisráðherran, Tony Blair, tekur þátt í að gera grín að sjálfum sér!
Að sjálfsögðu eru allir frægir grínistar Bretlandseyja í forgrunni, og margir hverjir sem að ekki eru grínistar leggja sig fram við að gera grín að lífinu og tilverunni, bara til þess eins að safna peningum handa bágstöddum. Að jafnaði safnast tugir milljóna punda (milljarðir ÍSK), sem samt eru ekki nema undir 1 pundi á mann í Bretlandi.
Þegar að þú leggur þig til hvílu í kvöld, mundu að það litla/mikla sem að þú hefur er marg, margfalt meira en milljónir, og jafnvel hundruðir milljóna manna um allan heim hafa!
Sýndu lífinu og tilverunni smá auðmýkt!
Ef að þú heldur rúmlega 10 þúsund kílómetra í suður, muntu rekast á heimsálfu sem að er okkur svo fjarræn og fjarska-langt í burtu að við skiljum ekki hvernig að þeir geti ekki séð fyrir sér sjálf.
Í Afríku búa hundruðir milljóna manna við eymd, örbrigð og harðræði sem að ekkert okkar gæti lifað af í ekki lengri tíma en litla viku. Samt þurfa þau að þola þetta og lifa engu að síður.
Fæstir af þeim sem að þarna búa, hafa nokkuð með sín eigin lífskjör að segja, hvað þá heldur vilja eða skilja hvað það er sem að er að gerast í kringum þau. Þau einfaldlega þurfa að þola þetta sökum einhvers annars. Oftar en ekki harðstjóri eða stríðsherra sem að hefur hrifsað til sín völdin í skjóli þess að fólk ekki hefur mátt til að berjast á móti því.
Hér í hlýjunni og alsælunni, sitjum við og þerrum krókódílstárinn yfir eymd og ömurlegheitum þessa fólks. Það sem að við gerum okkur ekki grein fyrir, er að það þarf ósköp lítið til að stórbæta lífskjör þessa fólks.
Nú sit ég í sjóðandi heitri íbúðinni og hlusta á snjóinn kingja niður. Á meðan ég geri það, þá er ég að horfa á "Red Nose Day" á BBC. Red Nose Day er lokadagurinn í 2ja vikna verkefni sem að er árlega á BBC sem að gengur undir nafninu "Comic Relief"
Á þessum 2 vikum leggjast minna og meira frægir bretar á eitt að skemmta þjóðinni á sinn kostnað, svo að hægt sé að safna peningum fyrir ekki bara bágstadda í Afríku, heldur bágstadda yfir höfuð. Því miður þá er það nú þannig að fólk í Afríku hefur það miklu verra en við í Vesturheimi. Samheldnin og krafturinn í þessi átaki, ár eftir ár er ekkert annað en aðdáunarverður! Viljinn til að leggja þessu málefni lið, er svo mikill í Bretlandi að meira að segja forsætisráðherran, Tony Blair, tekur þátt í að gera grín að sjálfum sér!
Að sjálfsögðu eru allir frægir grínistar Bretlandseyja í forgrunni, og margir hverjir sem að ekki eru grínistar leggja sig fram við að gera grín að lífinu og tilverunni, bara til þess eins að safna peningum handa bágstöddum. Að jafnaði safnast tugir milljóna punda (milljarðir ÍSK), sem samt eru ekki nema undir 1 pundi á mann í Bretlandi.
Þegar að þú leggur þig til hvílu í kvöld, mundu að það litla/mikla sem að þú hefur er marg, margfalt meira en milljónir, og jafnvel hundruðir milljóna manna um allan heim hafa!
Sýndu lífinu og tilverunni smá auðmýkt!
<< Home