Sunday, April 08, 2007

Fiklar!

Það er hægt að verða fíkill að því sem næst öllu í þessum nútímaheimi! Ósköp algengt er að fólk sé haldið fíkn í áfengi. Sumir eru eyturlyfjafíklar, aðrir spila fjáráhættuspil.

Flest okkar losna ekki við koffín-fíknina, og nokkur okkar slást við tóbaks-drauginn.

En ein fíkn fær ekki eins mikla umræðu og maður hefði haldið...sérstaklega ekki þar sem að velflest okkar erum svo innvikluð í hana að við hreinlega áttum okkur ekki á því!

Fíknin sem að um ræðir er að sjálfsögðu Olía!

Pjah!...segirðu kannski ? Hvað heldurðu að það sé sem að fái bílinn þinn til að ganga ?

Kíktu á heimildarmynd sem að heitir "Who Killed The Electric Car?"

Stórkostleg mynd í alla staði!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com