Stundum!
...er alveg einstakt að vera til lengst norður í ballarhafi! Á þriðjudaginn var gott dæmi um það. Hitinn rétt við frostmark, enginn vindur og glampandi sólskin! Það var smákalt, en svo rosalega fallegt! Og allt þetta hreina loft! (Já, meira að segja inní borginni) Á hverjum morgni legg ég leið mína út á plan til að hífa á loft flögginn sem að við höfum fyrir utan vinnustaðinn, og fékk bara fyrir hjartað útaf því hvað þetta var fallegt! (Sönglaði smávegis af "Öxar við ána" og fannst ég ákaflega þjóðlegur!) Svo skellti ég mér inn og vann restina af deginum í lokuðu rými :(
En ekki að örvænta! Það er næsta víst að það er rok eða rigning á næsta leyti til að draga fram pirringinn og röflið í mér með orrustuþotuhraða ;)
En svo er jú fallegasti tími ársins að fara í hönd mjög bráðlega, en það er einmitt vorið. Ef þið trúið mér ekki, spyrjið bara Ragga Bjarna!
"Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík!"
En ekki að örvænta! Það er næsta víst að það er rok eða rigning á næsta leyti til að draga fram pirringinn og röflið í mér með orrustuþotuhraða ;)
En svo er jú fallegasti tími ársins að fara í hönd mjög bráðlega, en það er einmitt vorið. Ef þið trúið mér ekki, spyrjið bara Ragga Bjarna!
"Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík!"
<< Home