Saturday, April 28, 2007

Pönnukökuplanið! (...eða Pizzuskipulagið)

All snögglega og upp úr engu er að myndast alveg feiknarleg umræða allt í einu um háhýsi á Íslandi. Í blaði Mbl í gær var lítilsháttar grein um byggingu höfðatorgs, þar sem að kom fram að hæsti turninn þar yrði um 70 m hár og 19 hæðir. Til var fenginn arkitekt að nafni Pétur-Eitthvað sem að gekk svo hreinlega til verks að byrja að rakka þetta niður í skjóli þess að "svona gerir maður bara ekki" (kannski ekki í svo mörgum orðum, en það þarf ekki reiknivél til að lesa úr orðum hans)

Þetta hugarfar er skínandi dæmi um það, hvað metnaðarleysi og leti arkitektasamfélagsins á íslandi er allsráðandi! Ef að þessi kynstofn hefði minnsta snefil af sjálfsvirðingu og metnaði, væru arkitektar hér miklu gjarnari á að hanna stærri og fyrirferðameiri byggingar og hverfi en hingað til hefur tíðkast. Hinsvegar hafa þeir bara sætt sig við að sitja á rassgatinu og renna af teikniborðinu hverju einbýlis/parhúsinu af fætur öðru! Það er jú meiri peningur í því að gera einfaldan hlut oft og hratt, heldur en að gera flókna hluti sjaldnar ;)

En..það er nú kannski ekki bara arkitektunum um að kenna. (þótt að furðulegt sé að allt í einu þegar að einhver teiknar háhýsi, þá er einn þeirra ekki lengi að andmæla því)

Skipulagsyfirvöld verða nú að taka sinn skerf af þessu, sem og einstaklingshyggja almennings líka. Það verða jú allir að búa í einbýlishúsi! Pjakk!

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri og klikkhaus #1, hefur um árabil verið ötull talsmaður þess að þétta byggð og byggja upp. Að vissu leyti verð ég að segja að ég er honum mjög mikið sammála! Enda er þetta ógurlegur kostnaður að byggja alltaf ný og ný hverfi upp!

Sé rétt staðið að þessu (líkt og á Sæbraut (skúlagötu)) þá er þetta stórkostlega flottur hluti af borgarmyndinni! En ég myndi samt ekki vilja fórna sjarma gömlu miðborgarinnar fyrir háhýsi. Frekar nær lagi að rífa niður hönnunarslys 7unda og 8unda áratuganna og byggja eitthvað reisulegt!

Sem er jú það sem að búið er að gerast í Borgartúni og Höfðatorgi.
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com