Monday, March 13, 2006

...And sugar we´re going down swinging!

Eitt af skemmtilegri yfirsnúnum orðatiltækjum sem að ég veit er "Tákn á lofti" (ekki það að ég hafi á mörgum stöðum séð tákn máluð á loft eða slíkt)

Hvað um það...svo virðist sem að eitthvað sé að draga úr undravexti íslensks efnahagslífs. Krónan loks farinn að lækka, gengi hlutabréfa á niðurleið og erlendir bankar farnir að líta "súperstrákanna" vafasömu auga. Í velflestum fyrirtækjum erlendis myndi stjórn kalla til neyðarfundar ef að gengi hlutabréfa myndi falla um 5% á einum degi.

Samt virðist enginn teikn á lofti um að hræðsla hafi gripið um sig í Borgartúni, Kirkjusandi eða Austurstræti. (Nema ef vera skyldi rýrnun kaupréttasamningana...lol) Að sjálfsögðu er gagnrýnin sem að MS sendi frá sér á "kabboja" mennsku íslenskra banki ekki öll slæm, og margt í henni sem að bendir fólki á að þeir séu góð fjárfesting ennþá og kannski bara reyfarakaup ef eitthvað er.

En það sem að stóð uppúr að mínu mati, var að þeir voru sérstaklega gagnrýnir á "gagnkvæm eignatengsl". Bíddu nú við...var þetta ekki það sem að gamli góði kolkrabbinn var einmitt gagnrýndur í svo mörg ár fyrir ?? Þannig að m.ö.o. er sá gamli dauður, en í staðinn eru komnir margir nýjir. Nema hvað að núna eru þrælklárir númeranördar að stjórna sjoppunum og fljótir að láta peningana vinna, og fyrir vikið eru þessir "nýju kolkrabbar" miklu ríkari og aggressívari.

Sumt slæmt og sumt gott.

En spurning dagsins er...er bólan loks að springa? Er að koma smá bremsa í þessa ógnarþennslu ? Það er ekki að heyra á Bjarna Á, sem að virðist hinn brattasti með að hafa breytt mjög sterku vörumerki í tja...eitthvað sem að ég er enn ekki búinn að fatta! (OgVodafone anyone?)

Ef að þetta er upphafið að endalokum þessa góðæris, er þá ekki vel úr vegi að gera það eins og við íslendingar einir getum: Með hvell og látum!

Þetta á vel við núna:

"We're going down, down in an earlier round
And Sugar, we're going down swinging
I'll be your number one with a bullet
A loaded God complex, cock it and pull it"
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com