Sunday, March 12, 2006

Virkilega??

Í morgunblaðinu nýlega gat að líta ljósmynd af tveimur mönnum frá gömlu júgóslavíu við að vinna í gatnagerð á íslandi. Jósef og Daníel voru mjög hrifnir af því að vera að vinna hér, fyrir utan að þeim fannst veðrið hérna vera "skrýngilegt" og "alltaf að breytast".

Virkilega? Er það?

Við erum sjálf náttúrulega orðinn svo vön því að hér kyngi niður 10 cm af fallegasta jólasnjó og sé svo horfinn tveimur dögum seinna að við erum fyrir það mesta hætt að hugsa um þetta og skeyta þessu einhverja athygli.

En samt...mikið svakalega er þetta furðulegt land að þessu leyti að veðrið hérna sé alltaf að breytast! Stundum oft á dag!

Ég vil því leggja til að sem hvati til að fá menn til að vinna við Veðurstofu Íslands, að í launakjörum þeirra séu stórar og rígulegar bónusgreiðslur fyrir sem dæmi sólarstundir, hámarksúrkomu, háan meðalhita, hvít jól o.s.frv. Með þessu væri hægt að hvetja þessa blessuðu kalla til að finna leiðir til að vinna í því að "beina" rétta veðrinu í átt að landinu á réttum árstímum! Þannig væri því tíma þeirra betra varið, þar sem að það sem þeir eru að eyða tíma í augnablikinu getur nú varla talist framleiðni, enda sjaldnast ef nokkurn tíma hægt að taka mark á þessum blessuðum "spám" þeirra!

Austurland að Glettingi einhver ?

Mikið lifandi, skelfingar, ósköp
er gaman að vera svolítið ruglaður!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com