Saturday, March 25, 2006

Calm Down...Calm Down!

Fyrir ykkur sem að þekkið Ricky Tomlinson, ættuð þið að geta glott yfir því að ímynda ykkur þennan frasa hans með þykka "scouse" hreimnum :) Fyrir hin er það bara Google-it.

Hvað er það sem veldur því að það eru allir alltaf að flýta sér að gera allt hérna? Það er svo mikill ys og þys allt í kringum mann að stundum finnst manni maður standa úti á miðri formúlubraut! Ég hef nú einhvern tímann áður pirrað mig á þessu, en finnst bara svo svakalega gaman að tuða yfir því. Hvar er kurteysin? Duuh...let me see...non-existent! Fólki finnst ekkert tiltökumál að ryðjast fram fyrir mann í röð og gerir það með bros á vör! Nú seinast stóð ég úrillur á lókal bensínstöð-slash-altmúligtbúð og var að bíða eftir að fá afgreiðslu á kassa til að geta fengið mér mitt koffín. Á eftir mér voru tveir menn og verið að afgreiða á báðum kössum. Þegar að það loks losnaði á öðrum þeirra (ekki þeim sem að ég stóð fyrir framan) þá var maðurinn fyrir aftan mig fljótur til og rauk þar yfir. Ekkert að stoppa og spyrja: "Vilt þú ekki nota þennan?" eða "Það er laust þarna" Heldur bara rokið af stað og fram fyrir mig!

Fyrir ykkur sem að vel vitið, þá er ég nú í hæsta máta aggressívur, en ekki ofbeldisfullur. Ég var bara svo kjaftstopp á hvað maðurinn var óforskammaður að ég kom ekki út orði!

Hvað með að róa sig aðeins og fórna eins og 2-3 mínútum á dag og vera elskulegur við náungann? Jamm...fullmikil bjatsýni, ég veit!

Þessi skapgerðareiginleiki okkar að vera svona frek og óforskömmuð er kannski ástæðan fyrir að við eigum ekki her. Og kannski vel að svo sé, því að hermennirnir myndu eyða mestum tíma í að berjast innbyrðis um kúlur, hjálma, stígvél og pláss í röðinni í matsalnum!

Við erum alveg stórmerkileg þjóð, en mikið skratti liggur okkur alltaf á!

Eins og Ricky "vinur" minn segir alltaf:

"Calm Down, Calm Down!"
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com