Sunday, October 01, 2006

Who killed JFK ???

Ekki það að þessi póstur hafi nokkuð með morðið á þeim ágæta manni að gera, en þessi setning hefur í tímans rás orðið samnefnari fyrir allar þær samsæriskenningar sem upp koma. Og það ekki af ástæðulausu.

Fyrir ekki svo mörgum dögum varð mér fyrir slysni að horfa á heimildarmyndina "Loose Change, 911" (2nd Edition vel að merkja) Þessi mynd er merkileg fyrir marga hluti, en mest þó fyrir það að hún var framleidd af ungum manni og félaga hans fyrir þá stórkostlegu upphæð 6000 $ !

Sem og með margar samsæriskenningar-heimildarmyndir sem að sprottið hafa upp í kringum atburðina í BNA á þessari annars nú frægu dagsetningu, þá eru einungis 2 sem að mér finnst hafa staðið upp úr. Annars vegar "Fahrenheit 911" eftir M.Moore, og þá aðallega vegna þess hve hann er góður sögumaður og hvað hann er með beinskeittan og svartan húmor. Og svo er það þessi, "Loose change 911".

Þessi mynd er beinlínis "scary" fyrir það eitt, að ef aðeins 10% af henni hefur eitthverja fótfestu í sannleikanum, þá er það hræðilegt!

Ég vil nú ekki taka ánægjuna frá neinum , eða hjálpa fólki að mynda sér skoðun á henni, en ég mæli með að fólk hali henni niður (ekki mikið tiltökumál, enda ókeypis og auðfánaleg á hinum ýmsu torrent síðum) og horfi á hana með opnum en gagnrýnum huga, og myndi sér síðan skoðun á henni sjálft.

Fyrir náttúrlega þá sem að hafa aðeins meira en sand/popp-korn af sjálfstæðri hugsun, þá er engum blöðum um það að fletta að Goggi í Runnanum, er án efa sá alhættulegasti og snarruglaðasti maður sem að fengið hefur að búa í Hvítu húsi.

Kíkið á myndina!

p.s. Smá spoiler...hver hefur hagnast mest á árásinni á BNA þann 11/9 ?
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com