Sunday, April 16, 2006

In absentia...

Stundum finnst mér eins og að lögreglustjórinn í stórborginni hafi ekki efni á að halda úti skellinöðru. Það líða oft heilu dagarnir án þess að maður sjái laganna þjóna þeisa á sínum geisifákum um stræti og torg!! Ekki það að þeir séu vinsælir, en það væri nú allt í lagi að sjá þessa drengi vinna sína vinnu annars lagið? Kannski eru þeir svona uppteknir að gera ekkert í öllum þessum umtöluðu dópsölum og handrukkurum!

Það er að mínu mati alveg kominn tími til að fara að fjölga í lögreglunni til að þess eins að stemma stigu við umferðinni sem að er fyrir neðan allar hellur. Fyrir ekki alls löngu var haft eftir varðstjóra hjá lögreglunni að hann "kviði fyrir vorinu sökum hraðaksturs á götum borgarinnar"

Nú? Hvað með að gera eitthvað í því og taka smá átak á öllum þessum hraðakstri ?? Svona hugsunarháttur virðist einkenna störf lögreglunar! Að vísu hjálpar ekki að vera með refsilöggjöf sem að því sem næst stuðlar að glæpum, þar sem að glæpamenn virðast bara hlakka til að skreppa á hraunið í frí. Þar er nú bara fínt að vera, enda góður bransi í að selja og njóta lyfja þar! Margir erlendir glæpamenn (sérstaklega litháískir mafíósar) sem að lent hafa í "grjótinu" á íslandi líkja þessu við einhverskonar "Resort" þar sem að það er ljúft að vera.

Í svona litlu landi þar sem að hægt er að kortleggja hvernig að við erum skyld hvort öðru, á ekki að vera mikið tiltökumál að taka hressilega á glæpum á litlum tíma. En hvað stoppar það?

Furðulega spurning dagsins?
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com