Sunday, April 02, 2006

Þetta bara passar ekki...

Hvað kom eiginlega fyrir? Maður rétt bregður sér fyrir hornið og allir innflytjendur fyllast áráttu til að láta talsetja allar auglýsingar. (!?!) Ég spyr nú bara: Hvað er að? Ekki það að ég hafi nú ekki gaman af að heyra okkar undurfagra og sérstæða tungumál, en það er bara rúmlega ofur-hallærislegt að heyra einhverja "Rositu" eða "Julio" með íslenska tungu að fræða okkur um undravirkni einhvers uppþvottalögs eða sjampós! Svo er þetta upp til hópa svo svakalega illa gert að augljóst er að um talsetningu er að ræða!

Af hverju ekki bara að hafa texta? Eða gera þetta þá almennilega? Merkilegt hvað svona litlir hlutir geta farið í taugarnar á mér...grrr!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com