Saturday, September 23, 2006

Stopp....

Aðstandendur og eftirlifendur fórnarlamba umferðaslysa á árinu í samvinnu við umferðastofu hrintu af stað átakinu "STOPP" nú í vikunni.
Að mörgu leiti er það lofsvert, og gott að heyra samgönguráðherra segja að honum hrylli við öllum þessum hraðakstri.
En að eitthvað breytist? Ekki er það nú að sjá í fljótu bragði!
Hér síðastliðna viku var ég þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera að vinna kvöldvaktir, og því úti í umferðinni á þeim tíma sem að fæstir eru á ferðinni. Eitt kvöldið er ég var á heimleið í því sem næst engri umferð, tók ég eftir þessum elskum sem að við erum að greiða laun fyrir að halda lögum og reglu í felum undir brúnni við höfðabakka. Ekki það að það hafi verið mikið áhuggjuefni fyrir mig, enda ekki mikið fyrir það að aka á ólöglegum hraða.
Kvöldið eftir var ég einnig að aka sömu leið, og voru þeir núna búnir að færa sig í sjálfa Ártúnsbrekkuna, rétt fyrir ESSO/Nesti. Í þeirri andrá sem að ég nálgaðist þá, kom ökumaður í beygjureyninni á vægast sagt ekki löglegum hraða (ég var á 90 og hann á ca 130). Hinir svartklæddu sendiboðar Böðvars B sáu sér hinsvegar ekki far um að láta til sín taka, heldur einfaldlega blikkuðu hann til að fá hann til að hægja á sér! Ekki fyrirmyndarlöggæsla það!
Kvöldið eftir hinsvegar, var ég enn á sömu leið, og viti menn, löggan að mæla í brekkuni.
Í þetta skiftið kom einn í ofsaflýti á lítilli Nissan Micra druslu á það sem að ég get einungis lýst sem "Mega-fokkings-farti"! Alla veganna nóg til að yfirhala mig sem var á rúmlega 90!
Og laganna verðir? Uppteknir við að telja kleynuhringi! Aðra skýringu get ég ekki fundið fyrir aðgerðaleysi þeirra!
Ég spyr: Hversu áhrífarík er svona herferð ef að þeir sem að eru í kjöraðstöðu til að taka harkalega á þessu, sýna því sem næst engan áhuga í verki?
Þurfum við að horfa upp á aðra 19 láta líf sitt í umferðinni áður en að það fer eitthvað að gerast?
Ég vona svo sannarlega ekki, en eitt er það víst að virðing mín fyrir laganna vörðum fer hratt minnkandi.
Að venju...takk fyrir öll kommentin! :P
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com