While you were sleeping...
Mér líður hálfpartinn eins og Peter Gallagher í "While you were sleeping". Ég vaknaði einn daginn og allir þeir sem að spennandi eða áhugaverðir eða í það minnsta með eigin skoðun á málunum voru horfnir úr íslenskri pólitík. Dabbi var klókur að sjá að þegar að hann var búinn að traðka á seinasta andstæðingnum sem að gat ógnað honum var ekkert "challenge" í þessu lengur. Hann var búinn að slá öll met, standa af sér alla mótherja og gera allt sem að hægt var að gera í þessu starfi. Því var ekkert annað að gera en að gera eins og allir góðir pólítikusar á Íslandi gera: Skella sér upp í Seðlabanka og sinna laxveiðidelluni! Hið fullkomna "sunset-cruise" hjá stjórnmálamönnum á Íslandi. (Ég fer nú betur í þá óskiljanlegu áráttu að hafa 3 seðlabankastjóra seinna!)
En þarna lá ég og reyndi að setja fingur á einhvern stjórnmálamann sem að talist gæti skörungur eða í það minnsta léttklikkaður til að geta gert stjórnmálin á Íslandi í það minnsta smá áhugaverð! En neiiii....megin þorri þessara rjómafíbbla sem að eru komnir í "spilið" eru svo "squeeky-clean" og vel menntaðir að hálfa væri nóg! Allir eru þeir fyrirmyndafeður úr hreinræktuðum "aðalfjölskyldum" með Masters eða hvaðan af verra í stjórnmálafræði. Og enginn þeirra lítur út fyrir að vera karakter til að missa sig í sjónvarpsviðtali, valsa fullur um eitthvert sendiráðsteitið, eða kalla mótherja sína asna í Kryddsíldinni.
Davíð lak því nú út úr sér að ekkert hefði skemmt honum meira en að vera alltaf smá rakur á gamlársdaginn og lát Imbu og Össa hafa það óþvegið!
Einhvern tímann var því fleygt að einungis stjórnmálamenn gætu gert stjórnmál flókinn. Að sama leyti vil ég segja að einungis stjórnmálamenn geta gert stjórnmál leiðinleg!
Ég mæli því með að næst þegar að þú stígur í kjörklefann og lítur á frambjóðendur þess flokks sem að fær að hljóta atkvæði þitt, settu þá þann sem að rómaður er fyrir drykkjumennsku, vandræði og skandala í fyrsta sæti! Þannig ættirðu að stuðla að skemmtilegri og fyrst og fremst litríkari pólitík á Íslandi! Ekki gleyma því að það eru þínar skattkrónur sem að sem að borga undir þessa rugludalla! Þú átt í það minnsta heimtingu á að fá smá fyrir peninginn!
RFPO!
En þarna lá ég og reyndi að setja fingur á einhvern stjórnmálamann sem að talist gæti skörungur eða í það minnsta léttklikkaður til að geta gert stjórnmálin á Íslandi í það minnsta smá áhugaverð! En neiiii....megin þorri þessara rjómafíbbla sem að eru komnir í "spilið" eru svo "squeeky-clean" og vel menntaðir að hálfa væri nóg! Allir eru þeir fyrirmyndafeður úr hreinræktuðum "aðalfjölskyldum" með Masters eða hvaðan af verra í stjórnmálafræði. Og enginn þeirra lítur út fyrir að vera karakter til að missa sig í sjónvarpsviðtali, valsa fullur um eitthvert sendiráðsteitið, eða kalla mótherja sína asna í Kryddsíldinni.
Davíð lak því nú út úr sér að ekkert hefði skemmt honum meira en að vera alltaf smá rakur á gamlársdaginn og lát Imbu og Össa hafa það óþvegið!
Einhvern tímann var því fleygt að einungis stjórnmálamenn gætu gert stjórnmál flókinn. Að sama leyti vil ég segja að einungis stjórnmálamenn geta gert stjórnmál leiðinleg!
Ég mæli því með að næst þegar að þú stígur í kjörklefann og lítur á frambjóðendur þess flokks sem að fær að hljóta atkvæði þitt, settu þá þann sem að rómaður er fyrir drykkjumennsku, vandræði og skandala í fyrsta sæti! Þannig ættirðu að stuðla að skemmtilegri og fyrst og fremst litríkari pólitík á Íslandi! Ekki gleyma því að það eru þínar skattkrónur sem að sem að borga undir þessa rugludalla! Þú átt í það minnsta heimtingu á að fá smá fyrir peninginn!
RFPO!
<< Home