Monday, February 27, 2006

Annaðhvort eða...

Ungt fólk á Íslandi (og reyndar ekki bara ungt) hefur á seinustu "misserum" skift sér í tvær fylkingar. Þeir sem að elska Gilzenegger, og þeir sem að elska hann ekki. (Miklu nær hata hann!)

Ég veit ekki hvorum meginn línurnar ég er lentur, því að ég er drulluhrifinn af ruglinu, hrokanum og ákveðninni í honum! Reyndar finnst mér þeir sem að hafa einsett sér að hata manninn, kannski aðeins verið of fljótir á sér og virkilega tekið hann alvarlega :D Hann er náttúrulega búinn að koma smávegis upp um sig að hluti af karakternum hans sé nú bara uppgerð og grín. Samt sem áður hef ég lúmskt gaman af honum þar sem að kauði er alls ekkert illa gefinn og þótt ótrúlegt megi virðast kemur hann bara skratti vel fyrir sig orði og talar alveg hreint framúrskarandi gott íslenkst mál! Að sjálfsögðu liggur hann alls ekki skoðunum sínum, og hikar ekki að svara hverjum sem er sem að gerist svo ósvífinn að hafa í frammi "ó-hnakkalegar" skoðanir á honum á almennum vettvangi

Best þykir mér þó hversu skemmtilega hann og "Partý-Hanz" upphefja sjálfa sig og hnakka-kúltúrinn samtímis með að gera stólpagrín að sjálfum sér! En...hafa þó ansi mikið rétt fyrir sér!

Eins og Gilzinn sjálfur segir: "Það er ekkert vit í því að líta vel út og hugsa um sjálfan sig, ef að menn haga sér síðan eins og hálfvitar!"

Er ekki bara málið að skella sér í "Af-treflun" ??
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com