Saturday, February 25, 2006

Ertu nógu öruggur?

Ég reyni að velta því fyrir mér er þú kemur blússandi niður götuna í fallegri vetrarsólinni og snjóleysinu hvort að þér finnist þú vera nógu öruggur í upphækkaða fjórhjóladrifna Landcruisernum þínum?

Það myndi ég halda, enda ertu á vel negldum dekkjum ! (wtf *#$"%&!?)

En segðu mér, til hvers í ósköpunum ertu þá með krómfelgur undir honum líka ?

Ég vona svo sannarlega að þú festir þig ekki, eða að það fari nú að snjóa eða rigna svo að þú þurfir að fara að skola af þessum skínandi fallegu felgum!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com