Saturday, February 11, 2006

Má ekki bjóða þér í glas?

Enginn hræsni hefur á síðastliðnum árum orðið meira rugl en akkúrat áfengisauglýsingabannið! Samkvæmt lögum má ekki auglýsa áfengi, en alls staðar má samt sjá auglýsingar fyrir hinar ýmsu bjórtegundir. Að sjálfsögðu er þetta allt á einn eða annan máta falið undir yfirskyninu "létt-bjór" sem er að sjálfsögðu í svo smáu letri að ekki einu sinni skordýr geta lesið þettta!

Nú eru þessar auglýsingar farna að tröllríða ljósvakamiðlunum líka, með sjónvarpið uppfullt af hinum ýmsu bjórauglýsingum. Ekki nóg með það, heldur eru léttvínsinnflytjendur farnir að fara í kringum þetta með óhóflega mörgum "kynningum" og "umfjöllunum" um hin ýmsu vín. En engin meira þó heldur en einmitt Vínbúðin sjálf!!! Þarna er handbendi ríkisins í einokunarsölunni að fara í kringum löggjöf sett af sama atvinnuveitanda !?!

Væri ekki bara einfaldara að afnema þessi lög fyrir fullt og allt svo að menn geti þá bara sagt sannleikann? Mér finnst óttalega vitlaust af þeim að reyna að fela sig á bakvið það að þeir séu að reyna að vernda ungt fólk frá áfengisauglýsingum og stuðla þar með að minni unglingadrykkju. Sættum okkur bara við það, unglingar drekka hvort sem að auglýsingarnar eru fyrir hendi eður ei, og hafa alltaf gert á Íslandi!

Áfengisaulýsingabann? Pjakk!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com