Hversu mikið?
Það fer víst ekki framhjá neinum að mikið hefur farið fyrir hrottalegum nauðgunum upp á síðkastið. Þetta virðist samt ekki breyta því að allt sem að kemur að framkvæmdavaldi löggæslunar á Íslandi, virðist gert með annað hvort hangandi hendi, eða eintómu áhugaleysi. Ekki hjálpar að vera með réttarfarskerfi sem að best er hægt að líkja við fararstjórn hjá Samvinnuferðum-Landsýn sálugu!
Afbrotamenn af öllum toga virðast fá sífellt vægari slátt á fingurna og tiltal sem að best er líkja við duglausa foreldra sem eru að reyna múta litla óþekktaranganum sínum með nammi til að hann hætti að vera óþekkur!
Mér er virkilega spurn, hvenær er nóg orðið nóg? Hversu mikið þarf til að þolrifin og þröskuldurinn hjá þjóðinni segi stopp? Eins og þróunin hefur orðið, þá er nokkuð víst að allt verði farið hér í klósettið og miklu meira til áður en að fólk stendur upp og segir: Nei, nú er ég búinn að fá nóg af þessu!
Ert þú búinn að fá nóg?
Hættu þá að sætta þig við þetta og láttu í þér heyra!
Afbrotamenn af öllum toga virðast fá sífellt vægari slátt á fingurna og tiltal sem að best er líkja við duglausa foreldra sem eru að reyna múta litla óþekktaranganum sínum með nammi til að hann hætti að vera óþekkur!
Mér er virkilega spurn, hvenær er nóg orðið nóg? Hversu mikið þarf til að þolrifin og þröskuldurinn hjá þjóðinni segi stopp? Eins og þróunin hefur orðið, þá er nokkuð víst að allt verði farið hér í klósettið og miklu meira til áður en að fólk stendur upp og segir: Nei, nú er ég búinn að fá nóg af þessu!
Ert þú búinn að fá nóg?
Hættu þá að sætta þig við þetta og láttu í þér heyra!
<< Home