Tuesday, April 25, 2006

Mikið svakalega varð ég glaður að uppgötva að ég er ekki eini pirraði einstaklingurinn á Íslandi!
Þannig er mál með vexti að ég gerði mér far um að aka út í geldinganes af öllum stöðum. Á leiðinni út yfir eyðið ók ég fram hjá konu sem að hélt á hundabandi, en engan hund. Ég kippti mér nú ekki mikið upp við það.

Hinsvegar á bakaleiðinni úr nesinu mætti ég sömu konu aftur, og í þetta skiftið var lítið hundskrýpi á vappi í kringum hana. Það skifti engum togum að allt í einu gekk konan í veg fyrir bílinn og varnaði mér leiðar!?!?! Ég var náttúrulega gáttaður á þessu og stöðvaði sjálfrennireið mína og renndi niður gluggan til að komast að hvað konunni gekk til. Viti menn, eitthvað lá henni á hjarta! Hún leit mig beint í augun með svip sem að sjálfur Charles Manson hefði verið stoltur af og sagði: "Viltu ekki sletta á mig aftur!" (eeehh...what?)

Ég hafði ekki minnstu hugmynd um að ég hefði slett á konuna þegar að ég fór fram hjá henni í fyrra skiftið! Hvað um það...ég kippti mér ekki upp við þetta "Temper-tantrum" hennar og ætlaði að halda för minni áfram, og ekki láta kynferðislegt svelti hennar pirra mig frekar þennan daginn. En viti menn! Varð þá ekki litli rakkinn hennar trítilóður og fór að gelta og gerði sig allan breiðan um að ráðast á bílinn!!! (sem mér fannst nú ansi hugrakkt af svona litlu kvikyndi, þar sem að ég hefði "pulsað" hann með minnstu hreyfingu á bílnum!
Ég skrúfaði niður rúðuna og bennti konunni á að tjóðra hundinn þar sem að þetta væri nú á hennar ábyrgðarsviði! Það skifti engum togum að hún varð trítilóð og tjáði mér að þetta væri "Hundaland" og ég ætti sko að virða það!

Ég er frekar stoltur af sjálfum mér að hafa ekki misst mig og tjáð henni þann kalda sannleik að þetta er í raun ekkert hundaland, heldur bara enginn sem að hefur eftirlit með þessu litla skeri!
En samt...gaman að hitta svona "ekta" pirring til tilbreytingar!

Bætir, hressir, kætir!

Sunday, April 16, 2006

In absentia...

Stundum finnst mér eins og að lögreglustjórinn í stórborginni hafi ekki efni á að halda úti skellinöðru. Það líða oft heilu dagarnir án þess að maður sjái laganna þjóna þeisa á sínum geisifákum um stræti og torg!! Ekki það að þeir séu vinsælir, en það væri nú allt í lagi að sjá þessa drengi vinna sína vinnu annars lagið? Kannski eru þeir svona uppteknir að gera ekkert í öllum þessum umtöluðu dópsölum og handrukkurum!

Það er að mínu mati alveg kominn tími til að fara að fjölga í lögreglunni til að þess eins að stemma stigu við umferðinni sem að er fyrir neðan allar hellur. Fyrir ekki alls löngu var haft eftir varðstjóra hjá lögreglunni að hann "kviði fyrir vorinu sökum hraðaksturs á götum borgarinnar"

Nú? Hvað með að gera eitthvað í því og taka smá átak á öllum þessum hraðakstri ?? Svona hugsunarháttur virðist einkenna störf lögreglunar! Að vísu hjálpar ekki að vera með refsilöggjöf sem að því sem næst stuðlar að glæpum, þar sem að glæpamenn virðast bara hlakka til að skreppa á hraunið í frí. Þar er nú bara fínt að vera, enda góður bransi í að selja og njóta lyfja þar! Margir erlendir glæpamenn (sérstaklega litháískir mafíósar) sem að lent hafa í "grjótinu" á íslandi líkja þessu við einhverskonar "Resort" þar sem að það er ljúft að vera.

Í svona litlu landi þar sem að hægt er að kortleggja hvernig að við erum skyld hvort öðru, á ekki að vera mikið tiltökumál að taka hressilega á glæpum á litlum tíma. En hvað stoppar það?

Furðulega spurning dagsins?

Thursday, April 06, 2006

While you were sleeping...

Mér líður hálfpartinn eins og Peter Gallagher í "While you were sleeping". Ég vaknaði einn daginn og allir þeir sem að spennandi eða áhugaverðir eða í það minnsta með eigin skoðun á málunum voru horfnir úr íslenskri pólitík. Dabbi var klókur að sjá að þegar að hann var búinn að traðka á seinasta andstæðingnum sem að gat ógnað honum var ekkert "challenge" í þessu lengur. Hann var búinn að slá öll met, standa af sér alla mótherja og gera allt sem að hægt var að gera í þessu starfi. Því var ekkert annað að gera en að gera eins og allir góðir pólítikusar á Íslandi gera: Skella sér upp í Seðlabanka og sinna laxveiðidelluni! Hið fullkomna "sunset-cruise" hjá stjórnmálamönnum á Íslandi. (Ég fer nú betur í þá óskiljanlegu áráttu að hafa 3 seðlabankastjóra seinna!)

En þarna lá ég og reyndi að setja fingur á einhvern stjórnmálamann sem að talist gæti skörungur eða í það minnsta léttklikkaður til að geta gert stjórnmálin á Íslandi í það minnsta smá áhugaverð! En neiiii....megin þorri þessara rjómafíbbla sem að eru komnir í "spilið" eru svo "squeeky-clean" og vel menntaðir að hálfa væri nóg! Allir eru þeir fyrirmyndafeður úr hreinræktuðum "aðalfjölskyldum" með Masters eða hvaðan af verra í stjórnmálafræði. Og enginn þeirra lítur út fyrir að vera karakter til að missa sig í sjónvarpsviðtali, valsa fullur um eitthvert sendiráðsteitið, eða kalla mótherja sína asna í Kryddsíldinni.

Davíð lak því nú út úr sér að ekkert hefði skemmt honum meira en að vera alltaf smá rakur á gamlársdaginn og lát Imbu og Össa hafa það óþvegið!

Einhvern tímann var því fleygt að einungis stjórnmálamenn gætu gert stjórnmál flókinn. Að sama leyti vil ég segja að einungis stjórnmálamenn geta gert stjórnmál leiðinleg!

Ég mæli því með að næst þegar að þú stígur í kjörklefann og lítur á frambjóðendur þess flokks sem að fær að hljóta atkvæði þitt, settu þá þann sem að rómaður er fyrir drykkjumennsku, vandræði og skandala í fyrsta sæti! Þannig ættirðu að stuðla að skemmtilegri og fyrst og fremst litríkari pólitík á Íslandi! Ekki gleyma því að það eru þínar skattkrónur sem að sem að borga undir þessa rugludalla! Þú átt í það minnsta heimtingu á að fá smá fyrir peninginn!


RFPO!

Sunday, April 02, 2006

Þetta bara passar ekki...

Hvað kom eiginlega fyrir? Maður rétt bregður sér fyrir hornið og allir innflytjendur fyllast áráttu til að láta talsetja allar auglýsingar. (!?!) Ég spyr nú bara: Hvað er að? Ekki það að ég hafi nú ekki gaman af að heyra okkar undurfagra og sérstæða tungumál, en það er bara rúmlega ofur-hallærislegt að heyra einhverja "Rositu" eða "Julio" með íslenska tungu að fræða okkur um undravirkni einhvers uppþvottalögs eða sjampós! Svo er þetta upp til hópa svo svakalega illa gert að augljóst er að um talsetningu er að ræða!

Af hverju ekki bara að hafa texta? Eða gera þetta þá almennilega? Merkilegt hvað svona litlir hlutir geta farið í taugarnar á mér...grrr!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com