Þúst!
Margt get ég látið fara í taugarnar á mér. Ekkert meira þó heldur en dauði hinnar íslensku tungu! Á nettum tíu árum er málfar fólks á landinu búið að fara beinustu leið í klósettið, og gott betur til! Þegar að ég fór í minn fyrsta víking (Rape, pillage & plunder Inc) þekktist sem dæmi varla að fólk notaði hikorð (eða stopporð) til að fylla uppí eyðurnar. Í versta falli sneri maður vörn í sókn og notaði "Sko..". Í dag geta unglingar haldið uppi heilu samræðunum á hikorðum, án þess að koma út úr sér 1/10 af setningu og ekki baun af viti. Er ég að rugla? Það held ég ekki. "Þú veist" (þúst) stendur uppi sem alger sigurvegari óöryggis og málhelti, en fast á hælanna koma náttúruleg "Skilurðu" (skillurru), "Bara eitthvað" (bar eikkað) og "Þarna" (harna)
Skemmtilegt þykir mér reyndar hvað allt er orðið "geðveikt" (geðeigt)
Svo er fólk hissa á að prófessor við hinar ýmsu menntastofnanir haldi að Íslenska leggist á endanum af? Það getur vel verið að ég sé gamaldags að þessu leyti, en mér finnst rétt að við stöndum vörð um málið okkar sem að hélst því sem næst óbreytt í árþúsund. Það er hreinlega skylda okkar að vernda þessa menningararfleið, því hún er jú einhver sterkasti þátturinn í því að við getum kallað okkur "Bezt í heimi!"
Skilurðu ??!!
Skemmtilegt þykir mér reyndar hvað allt er orðið "geðveikt" (geðeigt)
Svo er fólk hissa á að prófessor við hinar ýmsu menntastofnanir haldi að Íslenska leggist á endanum af? Það getur vel verið að ég sé gamaldags að þessu leyti, en mér finnst rétt að við stöndum vörð um málið okkar sem að hélst því sem næst óbreytt í árþúsund. Það er hreinlega skylda okkar að vernda þessa menningararfleið, því hún er jú einhver sterkasti þátturinn í því að við getum kallað okkur "Bezt í heimi!"
Skilurðu ??!!
<< Home