Monday, January 23, 2006

Pirringur #2!

Ég hef fundið sóknartækifæri í viðskiftum! Kenna þjóðinni lágmarks mannasiði!! Það er engum blöðum um það að að fletta að almmenn kurteysi og almennir mannasiðir eru því sem næst bær í Rússlandi! Ef fólk rekst utan í mann, þá er manni með það sama veitt hið illræmdasta hornauga eins og að maður hafi lagt sig fram um að verða fyrir því ?? Oftar en ekki, þá enda svona lítil tækifæri til mannlegra samskipta án þess að nokkur segi orð! Frekar að það sé verið að gefa manni svip sem að gefur til kynna að viðkomandi sé þegar farinn að semja um verð hjá leigumorðingja til að ná fram hefndum!

Svo má nú ekki gleyma þessum einföldu hlutum, eins og bara að bjóða "Góðann daginn" (eða kvöld) þegar að maður yrðir á einhvern. Eða segja "Fyrirgefðu" til að ná athygli einhvers ? Hvað þá með að þakka fyrir sig ??

Oftar en ekki vaða íslendingar af stað og byrja tjá sig um undur og stórmerki við alsókunnugt fólk (s.s. afgreiðslufólk í verslunum). Og til að ná athygli einhvers er oftar en ekki einfaldalega "Hei, þú!" það sem að verður fyrir valinu!

Maður tekur víst ekki eftir þessu fyrr en að maður kemur til landa á borð við Englands, þar sem að jafnvel verstu fótboltabullur og dópsalar kunna að segja "Please" og "Thank you" !!!

Prófið að vera kurteis, brosandi og vel dönnuð næst þegar að þið farið að versla í Bónus, ég get lofað ykkur að það á eftir að koma ykkur á óvart hvað maður fær góða þjónustu á því einu að sýna hlýtt mannlegt viðmót frekar en bara að hreyta orðunum út úr sér!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com