Saturday, December 30, 2006

Maður/Kona ársins?

Á heimleið minni frá vinnu var ég að hlusta á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Örvhenta tríóið var að fá hlustendur til að hringja inn og tilnefna mann/konu ársins.

Sem betur fer voru allnokkrir sem að sýndu sóma sinn í að tilnefna Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur (www.123.is/crazyfroggy) sem að Ísafold er þegar búið að nefna sem "Mann" ársins.

Líf og barátta þessarar ungu konu er ekkert minna en manngæska og hugrekki af bestu gerð, og ekki annað en hægt að bera auðmjúka virðingu fyrir henni.

Því miður voru hinsvegar alltof margir sem að tilnefndu Jóhannes í Bónus sem mann ársins! Ekki það að Jóhannes sé slæmur maður, og hafi ekki gert mikið fyrir marga, heldur það að karlgreyið er orðinn leiksoppur í því sem að maður kallar "Proffesional PR-Excersize" fyrir fjölskyldu sína. Allar þær hugsjónir sem að Bónus var byggt upp á, og það sem að kallinn trúir á eru lengst fyrir löngu foknar út í veður í vind. Jóhannes er ekkert annað "Ambassador" fyrir auglýsingaherferð og ímynd fyrirtækis sem að ekki getur lengur sagt að þeir séu "Langódýrastir" og "Alltaf ódýrastir".

Man einhver eftir látunum í þeim þegar að þeir hentu út verðkönnunarmönnum frá ASÍ ?

Maður /Kona ársins á að mínu mati að falla í skaut hvunndagshetju sem að sýnir okkur að innst inni er til fólk sem að virkilega er auðmjúkt í ljósi erfiðra andstæðna.

Ekki einhver sem að getur keypt sér álit fólks með milljónum.

Saturday, December 16, 2006

Sá yðar sem syndlaus er....

Mikið hefur farið uppi í bloggheimum landsins um 2 litla stráka sem að voru að slást í sandkassa!

Hér er að sjálfsögðu átt við um Binga og Dag B. að úthúða hvor öðrum í kastljósinu þ. 13.

Mikið svakalega var þetta góð skemmtun! Ekki það annar hvor þeirra kom vel út úr þessu, heldur það að þeir voru báðir frekar asnalegir og vægast sagt barnalegir! Hins vegar má Bingi eiga það að hann hefur gert reiginmistök með hann Óskar "Vin" sinn. Að ráða manninn í það að gæta hagsmuna Faxaflóhafna gagnvart 2 ráðum borgarinnar (N.B. Bingi er Stjf. FFH) er vægast sagt það vanhugsaðasta sem að ég hef séð! Sérstaklega þar sem að Óskar er formaður eins ráðsins og varaformaður hins!!!

Hann er semsé á launum á 3 stöðum við að tala við sjálfan sig og passa uppá sjálfan sig (!?!?!)

Enginn klíkuskapur þarna?

Að sjálfsögðu var allra skemmtilegast að lesa General Bear hneykslast á þessu, þar sem að karlgreyið er orðinn svo illa kominn úr sambandi við raunveruleikann að hálfa væri nóg! Þó svo að kallinn sé einn af fyrstu bloggurum netsins, þá er það nú ekki það sama og sé enn í takt við tímann!

Pleh!!

Pass it on....

Einhvern tímann fyrir nokkrum árum sá ég ansi skemmtilega mynd með honum Hayley Joel Osment sem að skildi ansi mikið eftir hjá mér. Myndin hét "Pay it forward" og gekk út á það að þú gerðir þrjú lítil óþarfa góðverk fyrir einhverja 3 aðila. Þessir 3 aðilar gerðu síðan slíkt hið sama og koll af kolli.

Þessi hugmynd er svo sniðug og góð að það er engu lagi líkt. S.d. hvenær gerðir þú einhverjum alls ókunnugum eitthvað gott? (í eigin persónu og ekki að kaupa happdadrættismiða)

Er manngæskan virkilega kominn svo langt niður í klósett að maður hefur ekki tíma til að brosa að lífinu og taka sér smástund til að láta einhverjum öðrum en sjálfum sér líða vel?

So here's the deal!

Hér í seinasta pósti hvatti ég alla sem að lesa vildu að láta reyna á það hvernig fjarvera 29 samborgara þinna getur verið hörmuleg staðreynd.

Láttu alla sem að þú þekkir taka þátt í því og sjáðu hvort að manngæska leynist ekki inní þeim.

Svo þegar að þíð eruð kominn í jólaskapið...Pay it forward!

Tuesday, December 12, 2006

Aðgát í nærveru sálar...

Þetta er nú meira og minna að verða að "umferðarbloggi" hjá mér! Sem er kannski skiljanlegt, þar sem að fátt fer meira í taugarnar á mér enn umferðin á íslandi!

Þetta hér finnst mér vægast sagt, viðbjóðslegt!

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1240944

Að fólk kunni virkilega ekki að sýna smá biðlund og skilning ??? Hvað ef þetta væri einhver sem að stæði þér nær? Hvernig myndi þér þá líða og hvaða skoðun hefðir þú á þessu fólki?

Ekki góða, því get ég ískalt lofað þér!

Eins og þeir segja í Ammiríkunni: "Here's the deal!"

Í flestum lægri verðlögðum verslunum er hægt að fá sprittkerti fyrir lítinn pening (2-300 kr fyrir 100-150 stk) Þó svo að flestir eigi oftar en ekki til heilan helling af þessu, þá hvet ég þig samt sem áður til að fara út og versla einn poka.

Af hverju?

Jú...ég vil að þú takir þig til og eina litla kvöldstund raðir 29 sprittkertum á borð og tendrir (það heitir að kveikja á íslensku) Svo máttu slökkva ljósin í viðkomandi herbergi og njóta birtunar og hlýjunar í smástund. Svo mæli ég með að þú blásir á þessi kerti og slökkvir þau og takir aðeins inn í þig skyndilegt og ógnarlegt myrkrið sem að hellist yfir!

Í dag tákna þessi kerti þau 29 líf sem að hafa það sem af er þessu ári slokknað.

Ég vona svo sannarlega að þú biðjir til þess sem að þú telur vera þinn guð að ekki verði þau fleiri!

Það gildir einu hvað vegirnir verða breikkaðir, göturnar lagfærðar og greitt úr umferðinni. Til að stemma stigu við þessum hryllingi, verðum við öll að líta í eigin barm og hægja á okkur í umferðinni, því í lok dagsins, þá erum það við sem að völdum slysunum.

Saturday, December 09, 2006

Súper-Hraðbrautir

Mikið fer fyrir umræðunni þessa daganna um að það ætti að tvöfalda hin og þennan veginn í átt að höfuðborginni, og einna helst þá suðurlandsveg. Áður en lengra er haldið, vil ég segja að ég styð heilshugar þá umræðu, enda ekki spurning um að hægt sé að stórbæta umferðaröryggi með þessu.

Hinsvegar...þá virðist lítið fara fyrir í umræðunni að íslendingar yfir höfuð ættu að líta í eigin barm og endurskoða hvernig að þeir aka um vegi landsins! Áður en að þú ætlar að fara að segja: "Ég keyri sko ekki eins asni!" Þá er samt sem áður einhver sem að gerir það! Og því miður þá er það nú þannig að við sem eiginhagsmunaseggirnir sem við erum, viljum alltaf láta laga, breyta og bæta allt annað en okkur sjálf. Þetta er aldrei okkur sjálfum að kenna!

Ef að þú trúir því virkikega ekki hversu slæmir bílstjórar við í raun erum, hvet ég þig til að eyða svona um 10 mínútum í það að fylgjast með umferðinni frá einni af fjölmörgum göngubrúm sem að liggja yfir súper-hraðbrautirnar sem að liggja í gegnum borgina. (nóg er af þeim)

Eftir smá bíósýningu, þá kannski skilurðu hvað ég á við með að við Íslendingar kunnum ekki að keyra!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com