Aðgát í nærveru sálar...
Þetta er nú meira og minna að verða að "umferðarbloggi" hjá mér! Sem er kannski skiljanlegt, þar sem að fátt fer meira í taugarnar á mér enn umferðin á íslandi!
Þetta hér finnst mér vægast sagt, viðbjóðslegt!
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1240944
Að fólk kunni virkilega ekki að sýna smá biðlund og skilning ??? Hvað ef þetta væri einhver sem að stæði þér nær? Hvernig myndi þér þá líða og hvaða skoðun hefðir þú á þessu fólki?
Ekki góða, því get ég ískalt lofað þér!
Eins og þeir segja í Ammiríkunni: "Here's the deal!"
Í flestum lægri verðlögðum verslunum er hægt að fá sprittkerti fyrir lítinn pening (2-300 kr fyrir 100-150 stk) Þó svo að flestir eigi oftar en ekki til heilan helling af þessu, þá hvet ég þig samt sem áður til að fara út og versla einn poka.
Af hverju?
Jú...ég vil að þú takir þig til og eina litla kvöldstund raðir 29 sprittkertum á borð og tendrir (það heitir að kveikja á íslensku) Svo máttu slökkva ljósin í viðkomandi herbergi og njóta birtunar og hlýjunar í smástund. Svo mæli ég með að þú blásir á þessi kerti og slökkvir þau og takir aðeins inn í þig skyndilegt og ógnarlegt myrkrið sem að hellist yfir!
Í dag tákna þessi kerti þau 29 líf sem að hafa það sem af er þessu ári slokknað.
Ég vona svo sannarlega að þú biðjir til þess sem að þú telur vera þinn guð að ekki verði þau fleiri!
Það gildir einu hvað vegirnir verða breikkaðir, göturnar lagfærðar og greitt úr umferðinni. Til að stemma stigu við þessum hryllingi, verðum við öll að líta í eigin barm og hægja á okkur í umferðinni, því í lok dagsins, þá erum það við sem að völdum slysunum.
Þetta hér finnst mér vægast sagt, viðbjóðslegt!
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1240944
Að fólk kunni virkilega ekki að sýna smá biðlund og skilning ??? Hvað ef þetta væri einhver sem að stæði þér nær? Hvernig myndi þér þá líða og hvaða skoðun hefðir þú á þessu fólki?
Ekki góða, því get ég ískalt lofað þér!
Eins og þeir segja í Ammiríkunni: "Here's the deal!"
Í flestum lægri verðlögðum verslunum er hægt að fá sprittkerti fyrir lítinn pening (2-300 kr fyrir 100-150 stk) Þó svo að flestir eigi oftar en ekki til heilan helling af þessu, þá hvet ég þig samt sem áður til að fara út og versla einn poka.
Af hverju?
Jú...ég vil að þú takir þig til og eina litla kvöldstund raðir 29 sprittkertum á borð og tendrir (það heitir að kveikja á íslensku) Svo máttu slökkva ljósin í viðkomandi herbergi og njóta birtunar og hlýjunar í smástund. Svo mæli ég með að þú blásir á þessi kerti og slökkvir þau og takir aðeins inn í þig skyndilegt og ógnarlegt myrkrið sem að hellist yfir!
Í dag tákna þessi kerti þau 29 líf sem að hafa það sem af er þessu ári slokknað.
Ég vona svo sannarlega að þú biðjir til þess sem að þú telur vera þinn guð að ekki verði þau fleiri!
Það gildir einu hvað vegirnir verða breikkaðir, göturnar lagfærðar og greitt úr umferðinni. Til að stemma stigu við þessum hryllingi, verðum við öll að líta í eigin barm og hægja á okkur í umferðinni, því í lok dagsins, þá erum það við sem að völdum slysunum.
<< Home