Saturday, January 28, 2006

"Ég er að rukka fyrir moggan!"

Sú var tíð að greiðsla áskriftar fyrir að fá málpípu bláu handarinnar inn um póstlúguna, var einungis greiðslufær með reiðufé eða ávísunum. Að sjálfsögðu hefur þetta breyst með tilkomu greiðslukorta í öllum litum, heimabönkum, og ekki síst hinu fría Fréttablaði (það þarf jú ekki að rukka fyrir það!) Það sem hinsvegar hefur breyst með þessu, er að ungt fólk sem að upp til hópa sinnti þessari vinnu, gerir það ekki lengur. Það gerir það ekki lengur, vegna þess að það fær ekki lengur tækifæri á að fá sómasamlega greitt fyrir þetta (maður fékk jú ansi vel greitt fyrir að rukka inn). Nú til dags eru blaðburðastörf alveg sérstaklega illa greidd og því sækjast krakkar ekki í þetta lengur. Fyrir vikið er enn einu tækifærinu á að kenna börnum og unglingum gildi þess að vinna fyrir sér og virða peninga horfið. (Sífelld þennsla og góðæri hjálpa heldur ekki til)

Það sem ég er að fikra mig í átt að er þetta: Börn og unglingar fara sífellt seinna inná vinnumarkaðinn og fyrir vikið hafa ekkert verkvit, ekkert sjálfstæði og bera enga virðingu fyrir því að þiggja laun. Þau virðast halda að það sé einungis þörf á því að mæta og fyrir það eitt fái þau greitt. Sem yfirmaður með mannaforráð hef ég vel kynnst þessu vandamáli og blöskrar að sjá 17-18 ára unglinga vera að stíga inn í sitt fyrsta starf!

Þetta land var byggt upp á því að foreldrar þessara iðjuleysingja lögðu hart að sér strax frá blautu barnsbeini með litlum störfum eins og blaðburði, grasslætti og öðrum störfum sem að til féllu. Og það áður en þau fóru í unglingavinnuna! Og ekki var af manni slegið í vinnuskólanum í dentid! Þar fóru flokkstjórarnir offorsi við að píska manni út og maður fékk sko ekki 7 daganna sæla! Fyrir vikið var maður strax á unglingsárum harðnaður og tilbúinn til að takast á við alvöru störf þegar lengra var komið í lífið. Í dag er öldin önnur. Ekkert má segja við þessu litlu "greii", ellegar foreldrarnir eru komnir bálóðir hótandi lögsóknum og hvaðan af verra !?! Hvernig væri nú að þessir sömu foreldrar tæku sig saman í andlitinu og sýndu börnum sínum smá aga og kenndu þeim gildi þess að sýna fólki virðingu og sýna ábyrgð!

Ég var ekki lengi að finna nafn á þessa kynslóð unglinga sem að nú eru að skríða inná vinnumarkaðinn. "Fimmþúsundkalla-krakkarnir" ! Af hverju? Þegar að þessi litlu greyi hafa fengið smá mótstöðu á heimili sínu, var bara tuðað smá í viðbót, og fyrir vikið var þeim bara réttur nýstraujaður 5000 kr seðill og sagt að hypja sig í Kringluna og kaupa eitthvað fallegt! Hvað með að vinna sér bara inn 5000 kall og eyða minni tíma í að tuða!

Mér blöskrar við að þessi krakkabjánar skulu einn dag erfa landið og vera hér við stjórnvöl! Sem dæmi um hversu rétt ég hef fyrir mér í þessu...hvaða kynslóð er að koma inn á þing núna og taka við völdum hægt og rólega? Jú...merkilegt nokk, foreldrar þessara krakka!

"Things that make you go hmmm....?"

Monday, January 23, 2006

Pirringur #2!

Ég hef fundið sóknartækifæri í viðskiftum! Kenna þjóðinni lágmarks mannasiði!! Það er engum blöðum um það að að fletta að almmenn kurteysi og almennir mannasiðir eru því sem næst bær í Rússlandi! Ef fólk rekst utan í mann, þá er manni með það sama veitt hið illræmdasta hornauga eins og að maður hafi lagt sig fram um að verða fyrir því ?? Oftar en ekki, þá enda svona lítil tækifæri til mannlegra samskipta án þess að nokkur segi orð! Frekar að það sé verið að gefa manni svip sem að gefur til kynna að viðkomandi sé þegar farinn að semja um verð hjá leigumorðingja til að ná fram hefndum!

Svo má nú ekki gleyma þessum einföldu hlutum, eins og bara að bjóða "Góðann daginn" (eða kvöld) þegar að maður yrðir á einhvern. Eða segja "Fyrirgefðu" til að ná athygli einhvers ? Hvað þá með að þakka fyrir sig ??

Oftar en ekki vaða íslendingar af stað og byrja tjá sig um undur og stórmerki við alsókunnugt fólk (s.s. afgreiðslufólk í verslunum). Og til að ná athygli einhvers er oftar en ekki einfaldalega "Hei, þú!" það sem að verður fyrir valinu!

Maður tekur víst ekki eftir þessu fyrr en að maður kemur til landa á borð við Englands, þar sem að jafnvel verstu fótboltabullur og dópsalar kunna að segja "Please" og "Thank you" !!!

Prófið að vera kurteis, brosandi og vel dönnuð næst þegar að þið farið að versla í Bónus, ég get lofað ykkur að það á eftir að koma ykkur á óvart hvað maður fær góða þjónustu á því einu að sýna hlýtt mannlegt viðmót frekar en bara að hreyta orðunum út úr sér!

Friday, January 13, 2006

Pirringur #1

Í þessu guðsvolaða en yndislega landi er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en umferðin! Ekki þunginn, því hann er því sem næst enginn, heldur hvernig við högum okkur í umferðinni. Að sjálfsögðu er hægt að tala um umferðarmenningu, því allt sem skapað er af mönnum flokkast undir menningu. Hún er hinsvegar svo slæm og tillitsemin enginn að 1/10 af því sem að maður sér væri yfirdrifið! Til hvers eru bílaframleiðendur að setja stefnuljós í bíla sem að eru á leið til Íslands? Það er engin not fyrir þau hér, þar sem að fæstir virðast vita hvaða tilgangi þau þjóna! Af hverju ekki bara að spara peninginn og setja eitthvað annað sniðugt í þessa bíla?

Virðing fyrir hraðatakmörkum er því sem næst enginn, og það að taka framúr er bara eitthvað sem að þú gerir á þann máta sem að þér hentar best! Hægri, vinstri eða í bland, any which way goes! Svo maður tali nú ekki um að "gefa séns". Hversu oft verð ég ekki vitni að því að bíll reynir að komast inn í stofnbraut frá aðrein, og þeir sem að eru að aka í stofnbrautinni annað hvort skifta ekki um akrein, eða gefa í til að hann komist nú ekki. Í öllum siðmenntuðum þjóðum er það nú bara sjálfsagt að bílar sem eru í stofnbraut hleypi fólk inn í, hvernig sem að þeir fara að því. Sérstaklegi í þungri umferð, lætur hver bíll einn komast inní. Semsagt tannhjólakerfi! Ekki flókið hjá flestum vestrænum þjóðum, en íslendingar...neiiiii! Ekki skalt þú fá að taka þessa auðu 5 metra fyrir framan mig!! Hverskonar illkvitni og kvikyndisskapur er þetta eiginlega?? Það er nú ekki eins og að þetta tefji stórkostlega fyrir manni, kannski um svona...tja..10 sekúndur! Vá hvað þessar 10 sekúndur eru mikilvægar?

Þetta efni er mér sérlega huglægt, sérstaklega eftir að hafa keyrt í velflestum löndum vestur-evrópu, og í bandaríkjum norður ameríku. Þið megið treysta á að ég rexi og pexi reglulega um þetta, og ég er ekki enn byrjaður á Umferðarstofu!!

Sunday, January 08, 2006

In the beginning!

It is alive!

BTW! Ekki reyna einu sinni að pirra ykkur yfir stavseddningunni...(Hvað þá heldur málfræðinni!)
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com