Wednesday, November 15, 2006

Arr jú kidding mí ???

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1235080

Það er bara ekki heil brú þarna uppi! Hvað þá heldur forrit sem að heitir samviska!

Sunday, November 12, 2006

Cosa Nostra ?

Gróa á leyti er merkileg kona. Sérstaklega þegar að maður kemst að því að hún er ekkert alltaf að ljúga!

Þannig er mál með vexti að ég varð þeirrar vafasömu ánægju aðnjótandi að fá (svo gott sem) beint í æð staðfestingu á því sem að ég hafði heyrt oft fleygt.
Ákveðinn aðili í verslun hefur í fjöldamörg ár auglýst sjálft sig fyrir að vera "ódýrastir" "kjarabót" og meira (þótt að minna beri á því þessa daganna) enda oftar en ekki komið vel út í verðkönnunum. En hvernig fara þeir þá að því ?

Þannig er mál með vexti að maður sem að ég þekki hefur það fyrir starfa að selja matvöru. Hann vildi kaupa ákveðinn vörulið af stóru fyrirtæki hér í bæ og selja það síðan út með lítilli álagningu til að gefa viðskiftavinum sínum kjarabót. Það skifti litlum togum að hann fékk símleiðis svar sem að óbeint hljóðaði á þessa leið: "Við getum ekki selt þér þessa vöru, þar sem að þú ætlar að selja hana ódýrara en þeir"

(!?!?!)

Þeir semsé hótuðu að henda þessari vöru út úr verslunum sínum ef að einhver skyldi nú voga sér að vera ódýrari en þeir í útsölu!

Sökum stærðar sinnar, eru þeir basically að "bully-a" birgja og framleiðendur!

Ertu farinn að giska á hverjir "þeir" eru?

Hættu þá að versla við þá!

Svona hljómar sagan, og þessi kunningi minn er gáttaður á framferði þessara manna

Friday, November 10, 2006

Erfiðleikar fjármalanna, Part 1

Í allnokkur ár hef ég verið að velta því fyrir mér hvað veldur því að Ísland eitt siðmenntaðra samfélaga (með sitt risastóra hagkerfi) hefur þörf fyrir að hafa 3 seðlabankastjóra?

Ekki einu sinni stærsta hagkerfi heims er með meira en einn!

Af hverju erum við þá með 3?

Jú...eitthvað verða dauðþreyttir pólitíkusarnir okkar að gera, þegar að þeir eru búnir að hamast nóg til að eignast feitan lífeyrispott í sölum alþingis! (dont get me started on that one!)

Þetta litla undrunarefni hefur mér alltaf verið...tja...undrun.

Ég ætla ekki að dvelja of mikið á því, en leyfðu mér að gefa þér þetta til umhugsunar: Í BNA hefur ekki verið ráðinn pólítískur seðlabankastjóri í tugi ára, en á Íslandi...kíktu á málið hverjir hafa gegnt þessu "embætti" !

Sunday, November 05, 2006

Hversu mikið?

Það fer víst ekki framhjá neinum að mikið hefur farið fyrir hrottalegum nauðgunum upp á síðkastið. Þetta virðist samt ekki breyta því að allt sem að kemur að framkvæmdavaldi löggæslunar á Íslandi, virðist gert með annað hvort hangandi hendi, eða eintómu áhugaleysi. Ekki hjálpar að vera með réttarfarskerfi sem að best er hægt að líkja við fararstjórn hjá Samvinnuferðum-Landsýn sálugu!

Afbrotamenn af öllum toga virðast fá sífellt vægari slátt á fingurna og tiltal sem að best er líkja við duglausa foreldra sem eru að reyna múta litla óþekktaranganum sínum með nammi til að hann hætti að vera óþekkur!

Mér er virkilega spurn, hvenær er nóg orðið nóg? Hversu mikið þarf til að þolrifin og þröskuldurinn hjá þjóðinni segi stopp? Eins og þróunin hefur orðið, þá er nokkuð víst að allt verði farið hér í klósettið og miklu meira til áður en að fólk stendur upp og segir: Nei, nú er ég búinn að fá nóg af þessu!

Ert þú búinn að fá nóg?

Hættu þá að sætta þig við þetta og láttu í þér heyra!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com