Sunday, October 29, 2006

Mikill Varnarsigur?

Greyið hann Bjössi er alveg búinn að tapa sér núna. Fyrst leggur hann út í kosningabaráttuna með að nú ætli hann að hætta að næsta kjörtímabili loknu. Í pólitík er þetta oftast kallað heimskulegt sjálfsmorð! Ekki nóg með það, heldur verður hann allur illur og grimmur við að einhver skuli nú voga sér að etja smá samkeppni við hann. Það eina sem að hann hefur kannski mausað út úr sér af viti í öllu þessu (og kórrétt hjá honum) er að keppni um sæti sé ávísun á sundrungu innan flokksins. En Bjössi...þínir eigin flokksmenn eru að senda þér skilaboð með að kjósa þig ekki í 2. sæti!

Hvað um það, greyið hafnaði í 3 . sæti og taldi það mikin "varnarsigur" (?!?!)

Það skín í gegn hjá greyið kallinum að það er eitt og annað forrit þarna uppi sem að eru orðin það úrelt að það er einfaldlega ekki hægt að fá uppfærslu fyrir þau!

P.s. Flokkur sem að halda prófkjör fyrir kosningar, getur ekki beinlínis státað sig af því að hafa innan banda sinna mikla samstöðu!

Monday, October 23, 2006

Real Madrid á Laugardalsvelli!

Það var bara engu líkara en að sjálft Real Madrid með öllum sínum stjörnum hafi verið mætt á Laugardalsvöllinn hér fyrr í mánuðinum!

Svo út úr kú er verðlagning KSÍ á landsleiki að halda mætti að maður væri að borga fyrir stórstjörnur að spila. En hei, það var nú hægt að spara sér heilar 500 íslenskar baunaspírur ef að maður keypti nú miðann í forsölu!

Er ég vandi komur mínar á OT hér á árum áður (NB, ekki það mörg ár síðan), þá var það allra dýrasta sem að ég greiddi fyrir miðann 34 enskar sterlingsmyntir. Og vel að merkja, bestu sæti, og það á 67000 manna velli með alvöru stjörnum, og alvöru andstæðingum (AC Milan).

Hvað útskýrir þetta óheyrilega verð hjá KSÍ?

Líttu bara á höllina hans Ég-gert Mig-nú...

Sunday, October 01, 2006

Who killed JFK ???

Ekki það að þessi póstur hafi nokkuð með morðið á þeim ágæta manni að gera, en þessi setning hefur í tímans rás orðið samnefnari fyrir allar þær samsæriskenningar sem upp koma. Og það ekki af ástæðulausu.

Fyrir ekki svo mörgum dögum varð mér fyrir slysni að horfa á heimildarmyndina "Loose Change, 911" (2nd Edition vel að merkja) Þessi mynd er merkileg fyrir marga hluti, en mest þó fyrir það að hún var framleidd af ungum manni og félaga hans fyrir þá stórkostlegu upphæð 6000 $ !

Sem og með margar samsæriskenningar-heimildarmyndir sem að sprottið hafa upp í kringum atburðina í BNA á þessari annars nú frægu dagsetningu, þá eru einungis 2 sem að mér finnst hafa staðið upp úr. Annars vegar "Fahrenheit 911" eftir M.Moore, og þá aðallega vegna þess hve hann er góður sögumaður og hvað hann er með beinskeittan og svartan húmor. Og svo er það þessi, "Loose change 911".

Þessi mynd er beinlínis "scary" fyrir það eitt, að ef aðeins 10% af henni hefur eitthverja fótfestu í sannleikanum, þá er það hræðilegt!

Ég vil nú ekki taka ánægjuna frá neinum , eða hjálpa fólki að mynda sér skoðun á henni, en ég mæli með að fólk hali henni niður (ekki mikið tiltökumál, enda ókeypis og auðfánaleg á hinum ýmsu torrent síðum) og horfi á hana með opnum en gagnrýnum huga, og myndi sér síðan skoðun á henni sjálft.

Fyrir náttúrlega þá sem að hafa aðeins meira en sand/popp-korn af sjálfstæðri hugsun, þá er engum blöðum um það að fletta að Goggi í Runnanum, er án efa sá alhættulegasti og snarruglaðasti maður sem að fengið hefur að búa í Hvítu húsi.

Kíkið á myndina!

p.s. Smá spoiler...hver hefur hagnast mest á árásinni á BNA þann 11/9 ?
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com