Sunday, May 06, 2007

Greed is good!

Örugglega einhver af mínum uppáhaldskvikmyndaverkum allra tíma er örugglega "Wall Street" eftir Oliver Stone, með Michael Douglas í aðalhlutverki. Douglas fór á kostum sem hinn fullkomni auðvaldsinni og últra-kapítalisti og hin fleyga setning myndarinnar sem að enn lifir svo ríku lífi "Greed is good!", er enn jafngild nú og þá.

Það var mér því ómæld ánægja að komast að því að nú er í vinnslu framhald af þessari mynd. Gaman verður að sjá hvernig kvikyndið Gordon Gekko plumar sig á ný.

Alþingi Íslendinga samanstendur af 63 lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem að ég leyfi mér að halda að margir hverjir vilji þangað fara vegna þess að þeir trúi statt og stöðugt á það að þeir geti "breytt" einhverju. Þegar að þangað er komið hinsvegar er ekkert launungamál að allar hugsjónir hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar að menn komast að því hvað það eru góð laun í þessu!

Aldrei nokkurn tíma hef ég heyrt þingmenn tala af ákefð um það hversu óréttlátt það er að launaþróun og lífeyrisréttindi þeirra séu úr takt við raunveruleikann! Né heldur þá staðreynd að þeir geti ekki bara setið á þingi, heldur líka verið í sveitastjórnum samtímis!!!

Kíkjum á þetta eldsnöggt...

Grunnlaun alþingismanna eru um 500þ á mánuði, og ekki er talið til neitt annað.

63 X 500þ eru 31,5 milljón

Hinsvegar eru þarna jú ráðherrar líka og laun þeirra 11 slaga í um 1 milljón, þannig að dæmið breytist í:

52 X 500þ=26m + 11 X 1m= samtals 37m

Á ársgrundvelli er þetta um 444 milljónir, sem eru grunnlaun fyrir utan lífeyrisréttindi, sposlur, ferðakostnað og blablabla.

Alþingi Íslendinga starfar nú einu sinni þannig að það eru ótalmargar nefndir sem að fjalla um og skila álitum um "Guð-má-vita-hvað", án þess þó að í raun séu þær hið beina löggjafarvald.

Árið 2006 voru launagreiðslur vegna nefndarstarfa um 2 MILLJARÐAR ?!?!

Þetta þýðir að fyrir utan þessi hræðilegu sultarlaun sem að alþingismenn verða að sætta sig við (500þ á mánuði), þá eru þeir að hala inn um 3m aukalega á mánuði í nefndarstörf! (Gróflega áætlað, 2 milljarðar deilt með 63 þingmönnum)

Hinsvegar eru ekki allir sem að fá að komast í þessi annars "skemmtilegu" nefndarstörf og því líklegt að einhverjir nefndarmenn eru með rausnarlegri greiðslur en aðrir.

Svo má nú ekki gleyma að sumir okkar ágætu þingmanna sitja líka í sveita/bæjar/borgar-stjórnum og þyggja þaðan laun líka. Þar er hinsvegar annað fyrirkomulag. Þar ber (s.d. í Reykjavík) borgarfulltrúum að sitja í nefndum (a.m.k. 2) til að geta þegið laun, og er það innifalið í launum. Í Reykjavík eru laun borgarfulltrúa um 80% af þingafarakaupi, eða um 400þ. Hinsvegar geta menn "djúsað" þetta aðeins upp með að komast í fleyri nefndir en 2, og náð sér í þannig aukapening ;) Svo maður tali nú ekki um að stija í stjórn OR, sem ekki er nefnd, heldur HF í eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarfjarðarsveitarkaupstaðareitthvað.

Við getum leitt hugann að því að stjórnarmaður í OR hafi um 2-300þ í laun og stjórnarformaður um 4-500þ.

Tökum okkur lítið dæmi...

Guðlaugur Þór Þórðarson er borgarfulltrúi, alþingismaður og stjórnarformaður OR.

Borgarstjórn=400þ
OR=400þ
Alþingi=500þ
Nefndir=2m (ákvað að hafa þetta lágt til að vera "raunsær")

Samtals 3,3m á mánuði fyrir utan hlunnindi, sposlur og lífeyrisréttindi eða um 40m á ári.

Það er bara alls ekkert svo slæmt að vera í pólitík?

Við skulum ekki gleyma því að alþingismenn stija þing um aðeins 7-8 mánuði á ári (ef svo gott).

Er ekki málið að skella sér í framboð ?
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com