Monday, April 30, 2007

Glæpur & Refsing

Nei! Ég er ekki að tala um bókmenntaverkið eftir Dostojevski...

Fimmtudaginn seinasta dæmdi Hæstiréttur íslands Jón Pétursson í 5 ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun. Það sem gerir málið svo sérstakt er að þessi umræddi Jón hafði áfrýjað þessu máli til hæstaréttar og meðan á þeirri bið stóð tók hann sig til og nauðgaði annari konu!

Þið ættuð nú að kannast við og hafa lesið um málið, enda mikið skrifað um þetta.

Það er með ólíkindum að réttarkerfið á Íslandi skuli vera svona svifaseint og þunglamalegt að það taki svona langan tíma að koma þessu í gegnum kerfið. Enn verra er að svona maður fái rétt svo slegið á fingurna með þessum hlægilega dóm!

Þar sem að það eru nú að koma kosningar, þá ætti maður kannski að spyrja sig, er einhver af flokkunum að tala um að efla löggæsluna hér í landi ? Gera réttarkerfið skilvirkara ? Þyngja refsingar í takt við glæpi ?

Saturday, April 28, 2007

Pönnukökuplanið! (...eða Pizzuskipulagið)

All snögglega og upp úr engu er að myndast alveg feiknarleg umræða allt í einu um háhýsi á Íslandi. Í blaði Mbl í gær var lítilsháttar grein um byggingu höfðatorgs, þar sem að kom fram að hæsti turninn þar yrði um 70 m hár og 19 hæðir. Til var fenginn arkitekt að nafni Pétur-Eitthvað sem að gekk svo hreinlega til verks að byrja að rakka þetta niður í skjóli þess að "svona gerir maður bara ekki" (kannski ekki í svo mörgum orðum, en það þarf ekki reiknivél til að lesa úr orðum hans)

Þetta hugarfar er skínandi dæmi um það, hvað metnaðarleysi og leti arkitektasamfélagsins á íslandi er allsráðandi! Ef að þessi kynstofn hefði minnsta snefil af sjálfsvirðingu og metnaði, væru arkitektar hér miklu gjarnari á að hanna stærri og fyrirferðameiri byggingar og hverfi en hingað til hefur tíðkast. Hinsvegar hafa þeir bara sætt sig við að sitja á rassgatinu og renna af teikniborðinu hverju einbýlis/parhúsinu af fætur öðru! Það er jú meiri peningur í því að gera einfaldan hlut oft og hratt, heldur en að gera flókna hluti sjaldnar ;)

En..það er nú kannski ekki bara arkitektunum um að kenna. (þótt að furðulegt sé að allt í einu þegar að einhver teiknar háhýsi, þá er einn þeirra ekki lengi að andmæla því)

Skipulagsyfirvöld verða nú að taka sinn skerf af þessu, sem og einstaklingshyggja almennings líka. Það verða jú allir að búa í einbýlishúsi! Pjakk!

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri og klikkhaus #1, hefur um árabil verið ötull talsmaður þess að þétta byggð og byggja upp. Að vissu leyti verð ég að segja að ég er honum mjög mikið sammála! Enda er þetta ógurlegur kostnaður að byggja alltaf ný og ný hverfi upp!

Sé rétt staðið að þessu (líkt og á Sæbraut (skúlagötu)) þá er þetta stórkostlega flottur hluti af borgarmyndinni! En ég myndi samt ekki vilja fórna sjarma gömlu miðborgarinnar fyrir háhýsi. Frekar nær lagi að rífa niður hönnunarslys 7unda og 8unda áratuganna og byggja eitthvað reisulegt!

Sem er jú það sem að búið er að gerast í Borgartúni og Höfðatorgi.

Sunday, April 08, 2007

Fiklar!

Það er hægt að verða fíkill að því sem næst öllu í þessum nútímaheimi! Ósköp algengt er að fólk sé haldið fíkn í áfengi. Sumir eru eyturlyfjafíklar, aðrir spila fjáráhættuspil.

Flest okkar losna ekki við koffín-fíknina, og nokkur okkar slást við tóbaks-drauginn.

En ein fíkn fær ekki eins mikla umræðu og maður hefði haldið...sérstaklega ekki þar sem að velflest okkar erum svo innvikluð í hana að við hreinlega áttum okkur ekki á því!

Fíknin sem að um ræðir er að sjálfsögðu Olía!

Pjah!...segirðu kannski ? Hvað heldurðu að það sé sem að fái bílinn þinn til að ganga ?

Kíktu á heimildarmynd sem að heitir "Who Killed The Electric Car?"

Stórkostleg mynd í alla staði!
FREE hit counter and Internet traffic statistics from freestats.com