The Bastard Child
Eitt af illum afsprengjum góðæris, þenslu, hagvaxtar er það að það er nóg af störfum að fá. Þegar að góðærið er svo komið á það plan sem að það er hérna, þá byrja að birtast allt í einu útlendingar í bílförmum og þyggja eitthvað af þessum störfum.
Að mörgu leyti er það gott og blessað, þar sem að það skapar einungis meiri hagvöxt, og sér til þess að flestir hafi það gott. Hinsvegar er hængurinn sá að þetta fólk, sem oftar en ekki talar ekki annars útbreydda túngumálið okkar (og oftar en ekki heldur Ensku) endar á því að sinna "láglauna" störfum.
Reyndin er hinsvegar sú að mikið af þessu fólki er ekkert að taka heim minni pening en við hin. Þau enda í "þessum" störfum, þar sem að í öllu góðærinu, förum við hin fínt talandi (!?!?!) í "betri" og "mikilvægari" störf. Þar sem að við erum nú kominn í svo góð störf og orðin svo "mikilvæg" að við getum ekki sinnt þessum grunnstörfum, hjálpum við til með að ýta undir þennslu og verðbólgu með því að kaupa/eyða/fjárfesta í flottari og dýrari hlutum, því jú, þegar að maður er kominn í svona "mikilvæg" störf, þá verður maður að "lúkka" líka í hlutverkinu.
Svo förum við í fínu fötunum okkar, á fínu bílunum okkar, að versla í fínu búðunum og dáumst að því hvað við lýtum vel út! En svo erum við stórkostlega hneyksluð yfir því að afgreiðslukonan á skyndibitastaðnum varla geti talað Íslensku! Ekki sé ég marga Íslendinga sem að nenna að skella á sig svuntunni og fara að steikja borgara eða afgreiða þá! Kaldhæðnin er svo fullkomnuð þegar að "illa" talandi afgreiðslustúlkan sýnir þjónustulund og brosir út í eitt, þar sem að hún er að öllum líkindum að hala inn ansi fleyri krónum en margir sem að eru að vinna í tískuverslunum!
Ég gæti skrifað heila bók um skort Íslendinga á þjónustulund...en það kemur seinna!
Mér finnst hroki, hræsni og yfirgengileg frekja okkar Íslendinga fullkomnast í því að hneykslast yfir því að fólkið sem að er að sinna störfunum sem að við nennum ekki, þurfi að liggja síðan undir svívirðingum fyrir það!
A little reality check and humility please ?
Að mörgu leyti er það gott og blessað, þar sem að það skapar einungis meiri hagvöxt, og sér til þess að flestir hafi það gott. Hinsvegar er hængurinn sá að þetta fólk, sem oftar en ekki talar ekki annars útbreydda túngumálið okkar (og oftar en ekki heldur Ensku) endar á því að sinna "láglauna" störfum.
Reyndin er hinsvegar sú að mikið af þessu fólki er ekkert að taka heim minni pening en við hin. Þau enda í "þessum" störfum, þar sem að í öllu góðærinu, förum við hin fínt talandi (!?!?!) í "betri" og "mikilvægari" störf. Þar sem að við erum nú kominn í svo góð störf og orðin svo "mikilvæg" að við getum ekki sinnt þessum grunnstörfum, hjálpum við til með að ýta undir þennslu og verðbólgu með því að kaupa/eyða/fjárfesta í flottari og dýrari hlutum, því jú, þegar að maður er kominn í svona "mikilvæg" störf, þá verður maður að "lúkka" líka í hlutverkinu.
Svo förum við í fínu fötunum okkar, á fínu bílunum okkar, að versla í fínu búðunum og dáumst að því hvað við lýtum vel út! En svo erum við stórkostlega hneyksluð yfir því að afgreiðslukonan á skyndibitastaðnum varla geti talað Íslensku! Ekki sé ég marga Íslendinga sem að nenna að skella á sig svuntunni og fara að steikja borgara eða afgreiða þá! Kaldhæðnin er svo fullkomnuð þegar að "illa" talandi afgreiðslustúlkan sýnir þjónustulund og brosir út í eitt, þar sem að hún er að öllum líkindum að hala inn ansi fleyri krónum en margir sem að eru að vinna í tískuverslunum!
Ég gæti skrifað heila bók um skort Íslendinga á þjónustulund...en það kemur seinna!
Mér finnst hroki, hræsni og yfirgengileg frekja okkar Íslendinga fullkomnast í því að hneykslast yfir því að fólkið sem að er að sinna störfunum sem að við nennum ekki, þurfi að liggja síðan undir svívirðingum fyrir það!
A little reality check and humility please ?